Prestafélagsritið - 01.01.1927, Side 19
Prestafélagsritið.
Guðbrandur Þorláksson.
11
geta frætt aðra og leiðbeint þeim til heilags lífernis í sönn-
um guðsótta.
Hve ant Guðbrandi var um kristilega fræðslu alþýðunnar,
má ráða af hinum mörgu ritum, sem hann lét prenta og bein-
línis voru ætluð alþýðu, einkum hinni uppvaxandi kynslóð. Til
þessa hafði aðeins lítið verið hugsað um fræðslu ungdómsins
í kristindómi, og sama var um alla almenna fræðslu. — Fyrir
því lagði hann prestunum alveg sérstaklega á hjarta að vaka
yfir fræðslu æskulýðsins, og því gaf hann út, sem fyr segir,
skipun sína um yfirheyrslu og fermingu í návist safnaðarins,
til þess að söfnuðurinn gæti gengið úr skugga um hvað
fræðslunni liði og sjálfur fræðst af því, að hlýða á yfirheyrslu
ungdómsins.
Meðan Friðrik II. konungur var á lífi fékk Guðbrandur
biskup vilja sínum framgengt með sérstökum konungs-tilskip-
unum uin ýmislegt, sem að hans viti miðaði til siðbóta í land-
inu, og átti hann það ekki sízt að þakka mikilsverðum stuðn-
ingi vinar síns Páls Madsens Sjálandsbiskups. Hér mætti m.
a. nefna tilskipun þá um prófasta, sem Guðbrandur fékk út-
vegað og mælti svo fyrir, að til prófastsstarfa skyldi aðeins
skipa »»prestmenn«, þá lærðir og skikkanlegir eru«, en áður
hafði sá starfi einatt verið í höndum leikmanna (t. a. m. sýslu-
manna). En út af þessu varð hið mesta þjark (»alarm og
allelúja, sem mann segir«). Höfuðsmaður og lögmenn vildu,
að leikmenn héldu þessu valdi áfram, en biskupi þótti leik-
menn reka þann hluta starfsins slælega, sem laut að aflausn
og skriftum, enda taldi biskup hið síðastnefnda til kennimanna-
verka, sem leikmenn gætu ekki borið fult skyn á eða farið
með; en hingað til höfðu þeir farið svo með það vald, að
þeir sögðu prestum til hverjum veita skyldi lausn og skriftir.
En sem við var að búast, varð sigurinn í því þjarki bisk-
ups megin.
Loks mætti hér nefna tilskipun þá (frá 1579), sem veitir
íslenzkum stúdentum gjafkost í klaustri (Kommunitet) til þess
að nám gætu stundað við Khafnarháskóla. Það var verk Guð-
brandar beinlínis eða óbeinlínis með tilhjálp vinar síns Páls