Prestafélagsritið - 01.01.1927, Síða 23
Prestafélagsritið.
Guðbrandur Þorláksson.
15
rekur tilsjónarmanns-embætti sitt með frábærri árvekni, vak-
inn og sofinn hugsar hann um málefni kirkjunnar og allan
hag biskupsdæmisins, og er í öllum afskiftum sínum af þeim
málum svo stjórnsamur, að þess eru fá dæmi, ef nokkur, í
sögu íslenzkrar kristni. Hann heldur lærðan skóla á biskups-
setrinu og hefir alla umsjón með honum og öllu því er þar
fer fram. Hans er að annast, að ávalt séu þar dugandi kenn-
arar, að ekki sé þar skortur góðra kenslubóka og að öll að-
búð skólasveina og tímanlegur viðurgerningur sé í góðu lagi.
Hann rekur prentsmiðju og sér um útgáfu fjölda rita, sem
hann hefir sumpart sjálfur íslenzkað eða frumsamið, en sum-
part yfirfarið, leiðrétt og lagfært undir prentun. Hann hefir
stóru og mannmörgu heimili forstöðu að veita og rekur stór-
búskap svo að hann jafnvel hefir fleiri jarðir undir í senn og
reynist þar sem annarsstaðar afburðamaður að ráðhygni og
stjórnsemi. Hann auðgast fljótt að fasteignum víðsvegar um
biskupsdæmi sitt og verður einnig að hafa eftirlit með þeim.
Landsetum sínum, bæði á stólsjörðum og eignarjörðum sínum,
reynist hann bezti landsdrottinn og lætur sér ant um hag
þeirra; fátækum landsetum auðsýnir hann biðlund með greiðslu
eftirgjalds og gefur þeim það stundum upp með öllu. Vfirleitt
er hann rausnarmaður í hvívetna, örlátur við þurfamenn og
hjálparhella efnalitlum prestum. Hann styrkir fátæka efnis-
pilta til náms heima fyrir og styrkir þá til utanfarar að loknu
skólanámi innan lands. Hann er hinn gestrisnasti við alla, sem
að garði koma og hverjir sem í hlut eiga. Hann lætur almenn
mál til sín taka í mjög ríkum mæli, reynir að koma fram
ýmsum réttarbótum, sem hann álítur vera, og lætur sig jafn-
vel verzlunarmál landsins miklu skifta. En ofan á alt annríkið,
sem öll þessi störf hans hafa í för með sér, vinst honum tími
til að eiga í deilum og málaþrasi af ýmsu tægi, sem vitanlega
hefir einatt aukið á annir hans, jafn kappsfullur og hann var
og tregur til að láta hlut sinn fyrir þeim, er vildu virða a&
vettugi, það er hann áleit rétt sinn. Alt það, sem Guðbrandur
fékk afkastað og beint heyrði undir embætti hans, sýnir þó
hins vegar, að málaferli hans hafa aldrei orðið sá meginþáttur