Prestafélagsritið - 01.01.1927, Page 24
16
Jón Helgason:
Prestafélagsritið.
í lífi hans, sem yrði til að lama skyldurækni hans á öðrum
sviðum, enda hefði starf hans í embætti að öðrum kosti ekki
borið þann árangur, sem raun gaf vitni.
Því að Guðbrandur biskup hefði að kveldi æfi sinnar að
mörgu leyti getað litið ánægður yfir langan verkatíma sinn,
svo góðan ávöxt sem starfið hafði borið í mörgum greinum.
Trúar- og siðferðisástandið í landinu hafði mjög breyzt til
batnaðar frá því er var þegar hann tók við embætti. Kjör
kirkju og kennimanna voru nú orðin miklu betri en þau höfðu
áður verið, og eins hafði áhugi prestastéttarinnar og skyldu-
rækni í embætti aukizt til mikilla muna. Og þessara ávaxta
gætti ekki að eins Norðanlands heldur og í nágrannabiskups-
dæminu, þar sem Oddur biskup vann ósleitilega að því, að
útbreiða þau rit, sem vinur hans á Hólum lét prenta prest-
um til fræðslu og söfnuðum til sálubóta. Annað mál er það,
hvort Guðbrandur biskup hafi notið slíkrar ánægju á kveldi
æfi sinnar. Hin langvinna barátta hans og margvíslegt mót-
kast, sem hann varð fyrir í sambandi við hana, gerði hann
ærið bölsýnan, er árin tóku að færast yfir hann. Sér einatt
votta fyrir því í bréfum hans, að honum finst árangurinn af
starfinu ekki samsvara fyrirhöfninni, og framfaranna ekki gæta
svo sem hann hefði óskað. En svo hefir löngum farið þeim,
sem takmarkið settu hæst.
Um lífsskoðun Guðbrands biskups er það í styztu máli að
segja, að trúarskoðanir hans eru algerlega mótaðar af anda
hinnar evangelisku siðbótarstefnu, með þeim blæ rétttrúnaðar,
sem eftir dauða Lúters tekur að ryðja sér til rúms og ríkj-
andi verður innan evangeliskrar kristni alla 17. öldina. Bækur
þær, sem Guðbrandur valdi handa þjóð sinni og lét prenta
löndum sínum til leiðbeiningar og uppfræðingar, bera það
allar með sér, að fyrir honum er það aðalatriðið, að »hin
heilsusamlega kenning evangelíi* nái að festa rætur og andi
hennar að helga líf þeirra. En með henni voru jafnframt
fyrstu frjóangar rétttrúnaðarins gróðursettir í hjartnajarðvegi
þjóðarinnar. Með þessum hætti varð Guðbrandur biskup til
þess að ryðja rétttrúnaðarstefnunni braut, eins og hún varð