Prestafélagsritið - 01.01.1927, Qupperneq 25
Presiafélagsritiö.
Guðbrandur Þorláksson.
17
ríkjandi úti hér alla 17. og fram á 18. öld. Sú stefna var,
sem kunnugt er, með þeim annmörkum, að kristindómurinn
var aðallega skoðaður sem kenning og sá trúaðastur talinn,
sem réttasta flutti eða aðhyltist kenninguna. Hitt var mönnum
ekki jafnljóst orðið, að kristindómurinn væri fyrst og fremst
líf, — líf samkvæmt kenningu Krists og að hans dæmi, líf,
helgað og mótað af lifandi meðvitund einstaklingsins um
meðtekna náð Guðs, þ. e. líf í kærleikssamfélagi við Guð sem
föður vorn í Jesú Kristi. Það varð aðallega heittrúarstefnunnar
verk að koma mönnum í fullan skilning um þetta, þó vitan-
lega væri á rétttrúnaðartímabilinu ávalt fleiri og færri ein-
staklingar, sem höfðu skilning á þessu (eins og t. d. Hall-
grímur Pétursson hjá oss) og höfðu til brunns að bera djúp-
færna og ómengaða kristilega guðrækni með blæ evangel-
iskrar kenningar. Þessarar kristilegu evangelisku guðrækni
verður þá einnig vart hjá Guðbrandi biskupi. Bæði bregður
henni þráfaldlega fyrir í formálunum fyrir ritunum, sem hann
lét prenta, og eins, og ekki sízt, kemur hún einatt fram í
bréfum hans. Guðbrandur vildi, að sjálfsögðu, vera einlægur
sonur kirkju sinnar, og því gat ekki verið að ræða um neina
tilhneigingu hjá honum til að víkja frá hinni evangelisku
trúarskoðun í nokkurri grein. Þótt hann bæri hinn hlýjasta
hug til manns eins og Nielsar Hemmingsens, kennara síns,
og léti það vera sitt fyrsta verk, sem bókaútgefandi, að láta
prenta eitt af ritum hans, þá sér hvergi votta fyrir, að hann
kendi nokkurar freistingar til þess, að aðhyllast hálfkalvínskar
kenningar hans, t. a. m. um kveldmáltíðarsakramentið. Hann
heldur þar fast og hiklaust við fræði Lúters hin minni. Trú-
fræði Melanktons hefir vafalítið verið það höfuðrit um kristi-
Iega kenningu, sem hann mentaði anda sinn við, næst heilagri
ritningu sjálfri, og hann þá Iíka veit sig í fylstu samhljóðan við.
Og trúfræði Melanktons á hann án efa að þakka næman skiln-
ing sinn á hinum evangelisku meginhugmyndum kirkju sinnar,
sem hann reynir að gera sem mest arðberandi öllum kristni-
lýð þjóðar sinnar. En svo evangeliskur sem hann er í anda,
veit hann sig líka í lifandi samhljóðan við kenningararf móður-