Prestafélagsritið - 01.01.1927, Side 26
18
Jón Helgason:
Presfafélagsritið.
kirkjunnar katólsku eins og hann birtist í hinum almennu
játningaritum hennar. Má sjá það á því, hvernig hann heldur
Nikeu-játningunni gömlu í guðsþjónustunni og tekur jafnvel
Atanasíusar-játninguna í íslenzkum ljóðabúningi upp í grallara
sinn til guðsþjónustu-nota (»Hvor sem vildi að hólpinn sé«).
í þessu fylgir hann fullkomlega sömu reglunni sem tíðkaðist
um hans daga í öðrum evangeliskum löndum.
Hjálpræði Guðs í Jesú Kristi er Guðbrandi hið mikla
meginmál fagnaðarerindisins. Þungamiðja þess er Kristur
sjálfur — Guð og maður — »Guð af Guði, ljós af ljósi, sann-
ur Guð af sönnum Guði«. Réttlætingin af trúnni einni er
hyrningarsteinn hinnar evangelisku kenningar, og vér verðum
»eingöngu fyrir Jesú Krists forþénustu sakir hólpnir, án alls
vors eigin tilverknaðar*. Þetta er hið mikla höfuðatriði kristi-
legrar trúarskoðunar Guðbrands biskups og þetta er megin-
kjarni allrar lífsskoðunar hans. Að ætla sér að dæma lífs-
skoðun eins manns eftir afstöðu hans til kenningarinnar um
kvalastaðinn og eilífa ófarsæld manna, eins og fyrir skemstu
hefir verið gert í riti um Guðbrand biskup, er meiri fásinna en
tali taki, og þegar það í ofan á lag er gert einvörðungu út frá
ritum, sem hann hefir íslenzkað eða íslenzka látið, en er ekki
sjálfur frumhöfundur að, þá verður þeirri aðferð ekki bót
mælt. Vafalaust hefir Guðbrandur biskup aðhylst skoðanir
samtíðar sinnar á kvalastað og glötun, en sérkennilegt fyrir
hann er það vitanlega ekki, og það hefði enda verið miklu
furðulegra ef hann hefði ekki gert það. En að öðru leyti vit-
um vér alls ekkert um hve mikill þáttur þessar skoðanir hafa
verið í trúarlífi Guðbrands sjálfs, þar sem oss má heita með
öllu ókunnugt um það hvernig hann sjálfur hefir prédikað,
með því ekki er til nein prédikun, sem nokkur vissa er fyrir,
að sé frumsamin af honum. Að hann hefir ekki verið neinn
ofstækismaður í trúarefnum, annar eins ákafamaður og hann
þó var, sýnir afstaða hans til galdratrúarinnar í fyrstu upp-
siglingu hennar hér á landi eftir siðaskifti. Honum svipar þar
til Brynjólfs biskups. Alt virðist benda á, að trúarskoðanir