Prestafélagsritið - 01.01.1927, Page 27
Presiaféiagsrifiö. Guðbrandur Þorláksson. 19
hans hafi verið heilbrigðar, ef ekki heilbrigðari en alment
gerðist í þá daga.
Einkunnarorð Guðbrands biskups voru þessi: »Ég fagna
eilífri hluttekningu í arfleifð hinnar sigrihrósandi kirkju* (gau-
deo triumphantis ecclesiæ hæreditatis societate infinita). Og
þegar hann var látinn (20. júlí 1627) voru letruð á legstein
hans þessi orð (að sjálfs hans forsögn): »Ég vænti upprisu
holdsins og eilífs lífs, Guðbrandur Þorláksson, ]esú Krists
syndari* (Exspecto resurrectionem carnis et vitam æternam
Guðbrandus Thorlaci filius ]esu Christi peccator). Bæði með
einkunnarorðunum og áletraninni hefir Guðbrandur biskup lýst
trúarlegri lífsskoðun sinni í innsta eðli sínu svo sem vitandi
afstöðu hjartans til Guðs í ]esú Kristi — »af náð fyrir trúc.
Minnig Guðbrands biskups hefir lifað með þjóð vorri nú í
fullar þrjár aldir í verðskulduðum heiðri, svo sem eins af
stórmennum þjóðarinnar. Hún á það skilið, að hlúð verði að
henni enn um margar aldir af kristnilýð lands vors, því að
eins og vér höfum engan átt honum meiri í biskupssessi
hingað til, svo kynni þess og að verða langt að bíðá, að vér
eignumst jafningja hans, hvað þá þann er taki honum fram,
að áhuga á því, að efla dýrð Drottins meðal íslendinga. Því
er það ekki heldur ofmælt, er séra Magnús Ólafsson í Lauf-
ási kvað um hann í Biskupsdrápu sinni hinni miklu:
Æru lof yfir aðra herra
áður verandi’ á þessu landi
innlagt hefir einn með sanni
alla, sem hver beztu kallar,
þjóð Lútheró þízkra sveita
þakkar Ijós, og fremstum hrósar,
Guðbrandi ei sómir síður
sami prfs um landið ísa.