Prestafélagsritið - 01.01.1927, Page 29
Prestafélagsritiö.
Á. G.: Trúarlíf Pascals.
21
f guðspjöllunum mun oss auðið að sjá þá blika við oss.
Heimur fagnaðarerindisins getur opnast oss hreinn og fagur
með sólskin í hlíðum, og stafar það alt frá persónu Jesú.
Hann sjálfur er fagnaðarboðskapurinn mesti. Vér eigum kost
á að öðlast eitthvað af reynslunni, sem lýst er í upphafi 4.
guðspjallsins: Hann bjó með oss fullur náðar og sannleika,
og vér sáum dýrð hans, dýrð sem eingetins sonar frá föður.
Hann birtir mönnunum kærleikans Guð. — En ekki megum
vér þó láta staðar numið við það eitt, að virða fyrir oss mynd
Jesú og fagnaðarerindi í guðspjöllunum. Vér verðum einnig
að horfa á endurskinið frá honum í sálum Iærisveina hans,
er hann hefir vakið nýtt og sjálfstætt trúarlíf öld af öld og
leiðir til bjartara og bjartara sannleiksljóss. Hér höfum vér
eins og í guðspjöllunum óendanlega mikið að skoða. Enda er
eitt einkenni vorra tíma sterk og heit þrá til þess að sjá guð-
dómsáhrif Krists birtast í persónulegu lífi manna.
Mig langaði til þess, að einn slíkur geisli mætti snerta
hjarta vort þessa stund, svo að vér fyndum það, hversu Krist-
ur lifir áfram og starfar, og guðspjöllin yrðu oss þannig meir
andi og líf. Reynum í þeirri von að sjá mannsæfi líða fyrir.
Um manninn sjálfan varðar ekki mestu, heldur geislann, sem
þar hefir ljómað í sál.
Sonur Guðs, ó, send mér hann.
* * * * * *
* * *
Blaise Pascal fæddist 19. júní 1623 í Auvergnefylki á Suð-
ur-Frakklandi og ólst þar upp fyrstu bernskuárin. Faðir hans
var embættismaður, prýðilega mentaður og vel efnum búinn.
Móðir hans var trúkona mikil, en hann misti hana 3 ára gam-
all. Þau voru þrjú systkinin, er á legg komust, systur tvær,
og var Pascal í miðið. Hin yngri voru svo bráðgjör, að undrum
sætti. Þegar Pascal var orðinn 8 ára, lét faðir þeirra af em-
bætti því, er hann hafði haft, til þess að geta helgað þeim
brafta sína óskifta, og fluttist til Parísar. Pascal var iðinn og
íöngun barnanna til að vita og þekkja óvenjulega sterk hjá
honum. Hugsun hans var ljós og dómgreindin aðdáanlega