Prestafélagsritið - 01.01.1927, Page 30
22
Ásmundur Guðmundsson:
Pre*tafélagsritið.
þroskuð lil þess að kunna deili á sönnu og ósönnu. Hann
vildi ekki beygja sig fyrir öðru en skýrum rökum, og var það
snemma aðall hans að leita sannleikans í öllu. Hugur hans
hneigðist einkum að stærðfræði, þar sem ein sönnunin byggist
á annari. En faðir hans var hræddur við það, að hann byrj-
aði á henni svo ungur, og myndi þá alt nám annað látið sitja
á hakanum. Varaðist hann þessvegna að láta hann sjá stærð-
fræðibók eða tala við hann um þau efni. En alt kom fyrir
ekki. Einhverju sinni þegar honum varð gengið inn í barna-
herbergið, þá liggur Pascal þar á gólfinu með kolamola í
hendinni og dregur línur og hringi. Hefir hann sannað þar
grundvallaratriði í rúmmálsfræðinni, svo að föður hans furð-
aði mjög og hann fagnaði með tárin í augunum snillingnum
unga. Upp frá þessu fékk Pascal að sökkva sér niður í stærð-
fræðina eins og hann langaði til.
Þeir voru yfirleitt samrýmdir mjög feðgarnir. Faðir hans var
eini kennarinn hans, og þroskaðist Pascal mjög í skjóli hans.
Annarar skólagöngu naut hann ekki um æfina. Hefir enginn
haft önnur eins áhrif á hann í bernsku og á æskuárum, eða
neitt svipað því. Hann horfði á margt sömu augum sem faðir
hans, og trúarskoðunum hans fylgdi hann í flestu eða öllu.
Faðir hans virti trúna mikils, vildi halda fast við barnatrú
sína og reynast kirkju sinni hlýðinn, en skorti enn trúarhita.
Hann taldi affarasælast í þeim málum, að þræða hinn gullna
meðalveg, forðast allar öfgar, en aðhyllast það, sem alment
væri viðurkent af hinum beztu mönnum. Milli vísinda og trúar
áleit hann djúp staðfest. Svið vísindanna væri náttúruheimur-
inn, og þar ætti skynsemin ein að hafa Ieiðsöguna, en í trú-
arheiminum skyldi hver maður vera auðmjúkur í anda eins og
barn, því að þar opinberuðust guðleg sannindi ekki síður smæl-
ingjunum en spekingunum. í þessu andrúmslofti ólst Pascal
upp í föðurhúsum, og það gagntók sál hans eftir því sem árin
liðu. Hann dáðist að föður sínum og óx upp að honum, naut
styrktar hans og laut jafnframt vilja hans. Ef til vill kann það
að einhverju leyti að hafa reynst óholt sjálfstæði hans og trú-
arlífi, og heilsa hans þoldi ekki erfiðið, sem faðir hans lagði