Prestafélagsritið - 01.01.1927, Side 31
Prestafélagsritiö.
Trúarlíf Pascals.
23
á hann. Leið aldrei svo dagur, frá því er hann varð 18 ára,
að hann kendi ekki líkamlegs sársauka. En hvað var það hjá
kostunum, er slíkt líf hefir í för með sér? Og sjálfur taldi
Pascal aldrei sjúkdóm sinn böl. Langt fyrir innan tvítugsaldur
hefir hann hlotið alhliða mentun og er orðinn afburðavísinda-
maður, jafnoki mestu stærðfræðinga og hugvitsmanna heims-
ins. Hann naut kærleika og trygðar og þroskaðist sjálfur að
kærleika og trygð. Siðferðisþróttur föður hans varðveitti skírlífi
hans og sakleysi, og hreinn í hjarta gat hann tekið á móti
fullorðinsárunum.
Þannig vakti Guð yfir honum og verndaði hann, þó hugur
hans væri enn meir í öðrum heimi en hjá honum. Hann hefir
mátt hugsa til æskuára sinna líkt því, er Jakob sagði forðum:
»Sannarlega er Guð hér á þessum stað, og eg vissi það ekki*.
* * * * * *
* * *
Trúarlíf mannanna eflist og þroskast á ýmsan hátt. Stund-
um gerast miklar breytingar og byltingar, eins og þegar á
fellur í fossum um gljúfragöng; stundum líkist það aftur
á móti straumlygnu fljóti, sem vex jafnt og hægt, og þannig
var farið trúarlífi Pascals í æsku og á fyrri þroskaárum. Að
vísu hefir hann miklu meiri mætur á vísindunum en trúnni
og lifir í þeim vakinn og sofinn, en bjart er yfir trúarlífi
hans engu að síður og það ver sál hans spillingu. Svo fær
það nýja næringu og styrk við kynni af ýmsum mestu af-
bragðsmönnum landsins, sem áttu heita og lifandi trú. Faðir
hans var orðinn voldugur embættismaður í Rúðuborg, og
þangað lágu leiðir sumra þeirra. Ágætástir voru læknar tveir,
bræður af aðalsættum, sem urðu að vera þar að læknisstörf-
um samfleytt í 3 mánuði.
Þeir bræður áttu tvö stórbýli og reistu þar sjúkrahús; þang-
að sótti fjöldi sjúklinga og naut hjálpar þeirra. En borgun var
aldrei tekin. Liði einhverjum einnig illa andlega, þá var þeim
ljúfast starf að hugga og reyna að finna bót við bölinu. Þannig
voru þeir boðberar kristninnar ekki síður en læknar. Vera
beirra á heimili Pascals hafði svo mikil áhrif á alla fjölskyld-