Prestafélagsritið - 01.01.1927, Qupperneq 35
Prestafélagsritið.
Trúarlíf Pascals.
27
njóta gæða hans og teiga af lindum munaðarins, eftir því
sem auðið væri. Þannig yrðu þeir sannir, frjálsir menn, er
næðu alhliða þroska í samræmi við lög náttúrunnar. Lífið ætti
að svella fram í hverja æð, en hitt vissu þeir ekki, hvað við
mundi taka að því loknu, né gætu vitað. Löngunin til frægð-
ar brennur þeim í brjósti, og vonir þeirra rætast. Við fram-
komu þeirra var eitthvað það, er hreif menn. Pascal þóttist
finna hjá þeim ýmsa eiginleika, er hann ætti ekki enn, og
dáðist að þeim. Þegar þeir sátu hjá honum með lífið ljóm-
andi í augum og undarlegt seiðmagn í röddinni og héldu
fram skoðunum sínum af málsnild og kappi, en réðust á hug-
myndir hans, var það þá að undra, þótt hann tæki að hlusta
af alhug? Og spurningin vaknaði hjá honum: Gæti það ekki
verið, að þessir menn skildu lífið réttar en ég og kynnu betri
tök á að lifa? Væri það ekki hugsanlegt, að heilsa mín og
fíf fjaraði út af því, að ég hefði ekki náð að þroskast á eðli-
legan hátt eins og þeir? Hægt og hægt tók andrúmsloftið,
sem hann lifði í, að leggja inn að hjartanu, eftir því sem
heilsa hans batnaði og þrótturinn óx til þess að geta sökt
sér niður í auðlegð og ljóma þessa lífs.
í þrjú ár er Pascal heimsmaður. Hann semur sig að hátt-
um vina sinna og eignast sjálfur margt af því, sem hann hafði
dáð hjá þeim. Hugsjónarfyrirmynd hans er glæsilegt prúð-
menni, sem hefir andlega yfirburði yfir aðra og lætur fegurð
og samræmi móta alla framkomu sína. Hann hugsar um em-
bætti og kvonfang. ]afnframt logar upp hjá honum metnaðar-
girnd. Hann vill vísindafrægð meiri og meiri og skrifar ný rit
í því markmiði. »Hversu Ijúft er lífið«, segir hann, »þegar það
hefst með ást og endar með metnaðargirnd. Slíkt líf er við
hæfi mestu andans mannanna. An kærleika getur maðurinn
ekki lifað. Hver fær efast um það, að vér séum eingöngu
komnir í þennan heim til þess að elska? Ægilegast er það,
að eiga auðn í sál. Til þess að fylla hana nægir ekki það
eitt að elska sjálfan sig, þó svo kynni að virðast. Menn verða
að leita einhvers annars en sjálfra sín til þess. Og það er
fegurðin mikla í lífinu*. Hennar leitar hann og þeirra unað-