Prestafélagsritið - 01.01.1927, Síða 36
28
Ásmundur Guðmundsson:
Prestafélagsriliö.
semda, sem það hefir að veita. — En þegar fram líða stundir,
hætta unaðsemdir loks að veita honum fullnægju. Tómið
helzt í hjarta hans. Hann reynir að átta sig eitthvað á til-
verunni og skilja sjálfan sig betur. Hvað er þessi jörð? Ey
einhvers staðar úti í alheimshafinu, sýnilega og ósýnilega, og
óendanlega lítil í samanburði við það, en mennirnir þó ekki
nema eins og rykkorn. Inn á við opnast í smásjánni sams-
konar heimur, óendanlegur og óskiljanlegur og mikilfenglegur
eins og hinn. Vfir og undir er ómælanda djúp, sem hugann
sundlar við að horfa í. Það er þetta, sem mennirnir eru svo
hræddir við, að þekkja sjálfa sig, sjá hverjir þeir eru í raun
og veru. Þegar þeim því finst tíminn lengi að líða og þeim
er þrýst til þessa, þá flýja þeir sjálfa sig og leita skemtana
og nautna. Aumt er það. Maður hefir t. d. mist konu sína eða
barn og sorgin kemur yfir hann. Hversvegna er hann svo
kátur og fjörugur? Hann setur í gleðiboði, þangað til skugg-
arnir af vængjunum dökku eru horfnir frá. Þannig líður æfin,
og jafnvel þó markinu verði náð, sem sett var, þá eignast hjart-
að enga ró, en hægt og hljótt svo að ekki verður umflúið
— nálgast dauðinn.
Pascal verður það ljóst, að nautnalíf og unaðsemda er þess
ekki vert, að því sé lengi lifað. Honum fer að standa ógn af
heimslífinu eins og það líður. Allur sá blómi er maðksmoginn
í rót. Hann er að »koma til sjálfs sín«, eins og stendur í
sögunni um týnda soninn. Sá sem sagði hana er nærri hon-
um. Úrslitastundin í æfi hans er um það að renna upp. »Mað-
urinn getur ekki lifað án kærleika«. Honum skilst dýpri og
æðri merking í þeim orðum. Ekkert sem jarðneskt er getur
svalað þeim kærleiksþorsta. »Ég ferst hér í hungri. Ég vil
taka mig upp og fara heim til föður rníns*.
* * * * * *
Þegar lífið var að verða Pascal óbærileg kvöl, kom honum
til hugar vinur, er myndi ef til vill eitthvað geta hjálpað. Það
var yngri systir hans, er þá hafði fyrir nokkru gerst nunna.
Hann var viss um það, að hún hefði reynt í trú meira en