Prestafélagsritið - 01.01.1927, Síða 37
Prestafélagsritið.
Trúarlíf Pascals.
29
hann og fundið eitthvað af því sem hann þráði. Svo var léttir
að fá að tala út. Hann kemur því í klaustrið til hennar. í
fyrstu verður hún hrædd. Hann segir henni, að hann sé orð-
inn dauðþreyttur og leiður á heiminum og allri hans gleði,
samvizkan ásaki sig þunglega, og hann geti ekki fundið frið.
En þyngst af öllu og óttalegast sé það, að honum þyki sem
Guð hafi yfirgefið sig fyrir fult og alt. Hann reyni af öllum
mætti að snúa sér til Guðs, en þar sé aðeins kraftur sjálfs
hans og skynsemi að verki. Náð Guðs vanti, er kallar og
laðar. Ógurlega hljóti hlekkirnir að hafa verið sterkir, sem
bundu hann áður svo við jarðlífið, að hann skyldi geta staðið
gegn náð Guðs og öllu því lífi, er hún vekti í hjarta honum.
Nú séu þau bönd brostin. Mætti hann einungis finna Guð,
þá skyldi hann glaður fórna honum öllu. Því lengur sem
hann talaði, því meir hvarf systur hans allur ótti. Vonin um
undraverk náðar Guðs snart hana. Hún varð frá sér numin
af gleði. Heitasta ósk hennar um bróður hennar mundi ræt-
ast. Hún sá
„líkt og móÖir lífs á hjarni
ljómann Quös á skírðu barni“.
Nú varð hún aftur andleg móðir hans.
Skömmu síðar kemur fyrir atburður, sem að líkindum hefir
orðið til þess, að sálarstríði Pascals létti fyr. Hann ók með
nokkrum vinum sínum í vagni með 4 eða 6 hestum fyrir
yfir brú á Signu. Alt í einu fælast tveir þeir fremstu og
steypast niður í fljótið, en til allrar hamingju slitnuðu aktýgin
og vagninn varð stöðvaður á yztu brún. Pascal þótti sem hönd
Guðs hefði hrifið þá úr greipum dauðans. Áður hafði honum
fundist hann vera búinn að yfirgefa sig; nú skildi hann, að
því myndi á alt annan veg farið. Guð væri að leita hans og
halla á hann. Þó vantaði hann enn bjargfasta vissu.
Hana eignast hann sama haustið, 1654, um fyrri hluta
nætur 23. nóvember. Þá reynir hann eitthvað af því, sem
Ágústínus Iifði. Guð opinberast honum. Líkt og Páll postuli
sá Krist í guðlegu Ijósi á leiðinni til Damaskus, þannig
hefir dýrð Guðs fylt hjarta hans og hann orðið gagntekinn af