Prestafélagsritið - 01.01.1927, Síða 38
30
Ásmundur Guðmundsson:
Prestafélagsritið.
himneskum fögnuði. Hann fann það, sem dýpsta þrá manns-
hjartans stefnir að um aldir alda. Urslitastundin var komin.
Náð Guðs lagði grundvöllinn að nýju, heilögu lífi.
Aldrei sagði Pascal neinum frá því, er hann lifði þá nótt.
Það var leyndarmál sálar hans og Guðs. Aðeins duldist ekki
breytingin mikla, sem varð á honum. Heiminum hefði orðið
það hulið um aldir, hefði ekki dálítið atvik leitt nokkuð af
því í ljós eftir dauða hans. Því eigum vér það að þakka, að
vér þekkjum að einhverju leyti meginatriðið í sögu trúarþroska
hans. En í rauninni megum vér því aðeins vita það, að vér
leitumst við að taka á móti því með hreinu hjarta.
Þjónn Pascals fann í fötum hans, að honum látnum, lítið
bókfellsblað. Það var saumað í þau, og hafði Pascal auðsjá-
anlega borið það á sér árum saman. Þar voru skrifuð ein-
stök orð og setningar.
„Vi'ssa, vissa, reynsla, skoðun, gleði, friður — Guð Jesú
Krists". Það er frumtónninn í fögnuði hans, sem fyllir sál
hans og stígur hærra og hærra. Nú er það ekki kraftur sjálfs
hans eða skynsemi, sem leitar. Guð hefir vitjað hans. Náð
hans leikur um hann og gagntekur öll djúp hjartans. Vissan
er fengin. Guð er fundinn. Guð hefir fundið hann. Og um
leið sér hann eymd sína og synd skýrar en nokkru sinni áður.
»Mig yfirgefa þeir, sem er lifandi uppsprettac.
»Ég hefi skilið við hann, farið frá honum, afneitað honum
— hinum krossfesta«. Honum finst hann hafa unnið til eiílfrar
útskúfunar frá augliti Guðs.
»En, Guð minn, vilt þú yfirgefa mig?«
»Láttu mig ekki þurfa að fara frá þér um eilífð*.
»Nei, friður og full fyrirgefning*.
»Þetta er eilífa lífiö, að þeir þekki þig, einn sannan Guð
og þann, sem þú sendir«. — »]esús Kristur. ]esús Kristur.
]esús Kristur*. Guð hans er hinn eini sanni Guð.
»Mennirnir finna hann aðeins á brautum fagnaðarerindisins*.
»Tign mannssálarinnar* er í því fólgin, að hún getur lifað
á þeim.