Prestafélagsritið - 01.01.1927, Page 39
Prestafélagsritið.
Trúarlíf Pascals.
31
»Réttláti faðir, heimurinn hefir ekki þekt þig, en ég þekki
þig«. Þannig er Jesús Kristur einn vegurinn til föðursins.
»Minn Guð og yðar Guð«. — »Þinn Guð skal vera minn
Guð«.
»Gleymdu heiminum og öllu nema Guði«.
»Beygðu þig algerlega undir vilja Krists*.
»Eilíf sæla fyrir einn reynsludag á jörðinni*.
»Gleði, gleði, gleðitár*.
»Non obliviscar sermones tuos. — Eg skal ekki gleyma
orðum þínum. Amen«.
Upp frá þessari stundu hafði Pascal augun fest á Guði ein-
um, en sneri baki við heiminum. Hann hafði fundið hinn lif-
anda Guð og hefir hugsað líkt og Páll postuli: Náð Guðs
nægir mér.
Nokkrum dögum síðar hélt hann aftur til systur sinnar.
Þegar hann kom hringdu klausturklukkurnar til tíða. Hann
gekk inn í kirkjuna til þess að hlýða messu. Presturinn var
stiginn í stólinn. Þetta var á boðunardag Maríu, og lagði hann
því út af upphafi andlega lífsins. Menn yrðu að varast það
að láta kapp eftir frama og hamingju binda sig heiminum.
Þeir ættu að minsta kosti að rannsaka sálarlíf sitt og spyrja
Guð ráða, áður en þeir stigu nokkurt spor í þá átt. Það gæti
varðað heill sálar þeirra. Pascal tók hvert orð til sín. Loks
var hann frjáls hið innra, laus við öll bönd er höfðu bundið
hann. Hann var albúinn þess að vinna alt, er Guð krefðist
af honum. Hann þráði aðeins að fá að vita, hvað hann ætti
að gera. Eftir messu talar hann við prestinn og systur sína,
og þá skýrist það fyrir honum. Hann skilur við vini sína, en
svo mikil áhrif hafði hann á þá, að tveir þeirra snerust ein-
huga til trúar. Hann þráir fásinni og kyrð og leitar samvista
við einsetumenn í dalverpinu, þar sem klaustur systur hans
stóð. Bæn og starf skiftast á í lífi hans. Hann er óumræði-
íe9a glaður og vinnuþol hans undramikið. »Hið gamla er af-
máð, sjá alt er orðið nýtt«.