Prestafélagsritið - 01.01.1927, Side 40
32
Ásmundur Guðmundsson:
Prestafélagsritiö.
Átta árin næstu, sem eftir voru æfinnar, vann Pascal ein-
hver ágætustu bókmentaafrekin, sem unnin hafa verið á trú-
málasviðinu. Hefir æfistarf fárra eða engra orðið betra, síðan
Luther leið, enda þótt hann yrði svo skammlífur. Frægasta
lýsingin á honum hljóðar svo:
»Sá maður var til, sem 12 ára að aldri hafði af eiginn
ramleik lagt grundvöllinn að stærðfræðinni með »strikum« og
»hringum«. 23 ára hafði hann sannað lögmálið um loftþrýst-
inginn og leitt eðlisfræðina úr villu. Og á þeim árum, sem
aðrir eru naumast vaxnir frá bernskunni, hafði hann kynt sér
allar greinir vísindanna, séð hversu þau eru fánýt, og snúið
sér að trúnni. Seinast hafði hann sjúkur milli kvalakastanna
leyst einhverja þyngstu ráðgátu flatarmálsfræðinnar og skrifað
upp hugsanir, sem bera jafnt vitni um Guð og mann. Þessi
ógnarlegi snillingur hét Pascal*.
„Hugsanir“ hans, sem er bezta heimildarritið um trúarlíf
hans, urðu aldrei að heild, heldur má líkja þeim við valið
byggingarefni, sem viðað hefir verið að, til þess að reisa úr
því helgidóm. Vakti það fyrir Pascal með þeim, að færa ó-
yggjandi rök fyrir sannleika kristindómsins og gildi. Þar verða
dýpstu rökin mál hjartans. „Trúin er gjöf Guðs, er hjartað
þiggur. Skynsemin megnar það ekki. Hjartað hefir sínar á-
stæður, sem höfuðið þekkir ekki«. Enginn hefur skilið betur
en Pascal orð Ágústínusar: »Þú hefir skapað oss Drottinn
þér til handa. Hjarta vort er órólegt og fær ekki frið, fyr en
það hvílist í þér«. Það var dýpsta reynsla Iífs hans. Hann
sjálfur hafði fundið guðsríkið komið með krafti. Hjarta hans
þekti hinn lifanda Guð. Þá varð alt friður og sæla. Þessa leið
vildi hann sýna mönnunum fram á. Og þá yrði ekki farið fram
hjá Kristi. Án hans væri enga sanna guðsþekkingu að fá.
Hann einn leiddi til guðssamfélagsins. Hann einn væri heilög
fullkomin opinberun Guðs. Til þess að þekkja Guð, þyrfti að
þekkja þann, sem hann sendi, Jesú Krist.
Alt sem Pascal var og vann þakkaði hann Guði. Sjálfur
átti hann ekkert, náð Guðs ein veitti honum auð og alls nægtir.