Prestafélagsritið - 01.01.1927, Síða 41
Prestafélagsritið.
Trúarlíf Pascals.
33
Gildi hans var einungis í því fólgið, að hún hafði streymt inn
í sál hans. Og það var einnig miskunnarverk Guðs.
A Guði bygði hann því framtíð sína og starf, grundvöllur-
inn var lagður um nóttina, er hann opinberaðist honum.
Andlegt líf hans var upp frá því óslitinn náðarstraumur-
Eins og sólin sendir frá sér að staðaldri nýtt ljós, þannig var
náð Guðs honum ný hvert augabragð, sem leið. Hann vissi
það, að ef Guð léti hana nokkra stund hætta að streyma, þá
myndi sál hans hverfa út í myrkur. Þessvegna hreinsaði hann
samvizku sína og styrkti vilja sinn. Andi hans horfði jafnan
við ríki kærleikans og gat hafið flug yfir himinn og jörð.
Hann fann hvorki fullnægju hjá englunum né öllum dýrðar-
verum himnanna. Hann leitaði fram hjá öllu, sem skapað er.
Hann hvíldist ekki fyr en frammi fyrir hásæti Guðs. Þar fellur
hann fram í hljóðri tilbeiðslu. Hann er ekkert, Guð er alt.
Hann teygir fram armana í áttina til Guðs.
En eins og dýpstu tilfinningar mannanna virðast sprotnar
af sömu rót, þannig rann saman í eitt fyrir honum guðdóms-
mynd ]esú og Guð sjálfur. Jesús er honum geislaflóðið, sem
streymir frá sól Guðs. Fáir hafa elskað hann heitar eða lifað
í nánara lærisveinssamfélagi við hann, en Pascal seinustu æfi-
árin. Orð hans bera þess vott, að geislar frá Jesú hafa ljómað
í sál hans. Hann segir meðal annars: »Hvað eru guðsmenn
og sjáendur gamla sáttmálans í samanburði við hann? Að
eins fölvir skuggar hjá guðdómsbirtunni hans miklu. Hvað
eru öll störf mestu afburðamanna veraldarsögunnar til þess
að létta neyð og kvöl, hreinsa sálina og helga, hjá lifanda
afiinu, sem streymdi út frá honum. Hver er auðgari að veg-
semd og ljóma? Gyðingaþjóðin boðar fyrir fram komu hans.
Heiðingjarnir tilbiðja hann, er hann kemur. Bæði Gyðingar
°3 heiðingjar telja þar þungamiðju sögunnar, sem hann er.
Aldrei hefir tign nokkurs manns né dýrð verið svo mikil. En
aldrei hefir heldur neinn liðið aðra eins smán og hann. Allur
ljómi hans var fyrir oss, til þess að vér skyldum þekkja hann
aftur. Sjálfum sér ætlaði hann ekkert. Heimurinn var sokkinn
1 synd og ótrygð. En alt í einu brann jörðin kærleiksloga.