Prestafélagsritið - 01.01.1927, Page 43
Prestafélagsritiö.
Trúarlíf Pascals.
35
að honum muni batna aftur, en hann veit, að hann muni
deyja. Það eitt hryggir hann, að hann hafi svo lítt sýnt fá-
tækum það í verkinu, hversu honum þætti vænt um þá. Hann
vill verða þjónustaður, en vinir hans telja réttara að bíða þess,
að hann verði sjálfur fær um að koma í kirkjuna. »Þið skiljið
ekki sjúkdóm«, segir hann. Hann biður þá um að mega fá í
staðinn að gera eitthvað gott, taka veikt barn í húsið, svo að
það njóti sömu hjúkrunar og umhyggju og hann. »Geti ég
ekki neytt kvöldmáltíðarinnar með höfðinu«, segir hann, »þá
langar mig til að gera það með einhverjum af limunum*. Dá-
samlegur friður færist yfir hann. Hann telur þjáningar sínar
og dauða náðargjöf Guðs. Hann leggur svo fyrir, að engin
viðhöfn verði við útför sína; hann verði grafinn eins og fá-
tæklingur og enginn grafskrift sett. Hann vill gleymast heim-
inum eftir dauða sinn. Að því hafði hann viljað vinna hinstu
ár æfi sinnar. Hann hvílist í Guði. Meðan tungan hreyfist, má
heyra dýrleg bænarmál: »Guð, það ert þú sjálfur, sem ég leita
og þrái, ekkert annað. Þú einn veizt, hvað mér er fyrir beztu.
Drottinn minn og konungur, ger þú það, sem þú vilt. Gef
eða tak, en láttu aðeins minn vilja vera í samræmi við vilja
þinn. Kendu mér að tilbiðja alt, sem kemur til mín frá þér.
Láttu það ekki vera mig, sem lifi og líð, heldur vertu frelsari
minn sá, er lifir og líður í mér. Og eigi ég einhverja ofurlitla
hlutdeild í þjáningum þínum, þá fyltu anda minn allan þeirri
dýrð, sem þú hefir öðlast og lifir í með föðurnum og heilög-
um anda frá eilífð til eilífðar«.
Seinustu nóttina, sem hann lifði, fékk hann svo hart floga-
Last, að menn hugðu, að hann myndi ekki rakna við attur,
heldur skilja þegar við. En helfró færðist yfir hann, og hann
fékk fulla og ljósa meðvitund. Prestur kom að rúmi hans með
brauð og vín og sagði: »Hérna er hann, sem þú hefir þráð
svo heitt«. Pascal þakkaði honum og neytti svo kvöldmáltíðar-
innar og tók blessun drottins. Að því loknu mælti hann:
»Góður Guð yfirgefi mig aldrei*. Það voru andlátsorðin.
Hann dó 19. ágúst 1662, 39 ára að aldri.