Prestafélagsritið - 01.01.1927, Page 44
36
Á. G.: Trúarlíf Pascals.
Prestafélagsritið.
Kærust er minning Pascals Frökkum sjálfum. Þeim vann
hann fyrst og fremst og varð »spekingurinn með barnshjart-
að«, sómi og leiðarljós. En minning hans á einnig að vera
harla dýrmæt öðrum þjóðum.
Þegar William James, trúar-sálfræðingurinn mikli, lá bana-
leguna, bað hann að færa sér dánarmyndina af Pascal, svo að
hann gæti eignast þrótt við það að horfa á friðinn og birt-
una, sem hvíldi yfir enni hans og andlitsdráttum.
Bregður þetta atvik ekki Ijósi yfir þá blessun, sem nútíma-
kynslóðin getur haft af því, að koma í anda nálægt per-
sónu hans?
Eg er að vona, að oss verði öllum mikils virði að eiga
mynd þessa manns í lífi og dauða. Þvi að hún ber heilagt
vitni þess, að ósýnilegur andlegur heimur sé veruleiki, kristin-
dómurinn sannur og það hið eilífa líf að þekkja hinn eina
sanna Guð og þann, sem hann sendi, Jesú Krist. Svo er hún
oss áskorun, hverjum um sig: Reyndu að vera eins heill í trú
þinni og hann, eins óeigingjarn og siðferðilega hreinn. Og þá
er hún fyrirheiti jafnframt. Ljósið, sem ljómaði í sál Pascals,
getur einnig ljómað í þinni sál og mun ljóma þar. Því að
Jesús er frelsari öllum, og náð Guðs og miskunn stendur
hverju mannsbarni til boða.
Undir því, hve ríkir vér verðum að þeim áhrifum og niðjar
vorir, er framtíð kirkju vorrar komin.
Án þeirra hlýtur hún að falla og má falla. En við þau mun
hún vissulega rísa hærra og hærra, fegurri, bjartari og hlýrri.
Guð gefi það.
Og viljir þú styðja að því, þá gerðu þetta að þinni bæn
fyrir henni og sjálfum þér:
Geti’ eg krafti’ af guðdóms hreinum
geisla þínum staðist einum,
sonur Guðs, ó, send mér hann.