Prestafélagsritið - 01.01.1927, Page 45
Prestafélagsritið.
BRÁÐABIRGÐATILLÖGUR
TIL BREVTINGA Á HELGISIÐABÓK ÍSLENZKU
ÞJÓÐKIRKJUNNAR.
Frá nefnd þeirri er skipuð var á prestastefnunni 1925.
í nefndinni eru, auk biskups, sem er formaður:
Prófastur Árni Björnsson, fríkirkjuprestur Árni Sigurðsson,
dómkirkjuprestur Friðrik Hallgrímsson, prófessor Sigurður P.
Sívertsen.
I. Guðsþjónusta í kirkju.
1. Almenn hádegisguðsþjónusta.
Guðsþjónustan hefst með því að leikið er forspil á orgelið. Þá flytui;
meðhjálparinn bæn í kórdyrum:
»Drottinn, vér erum komin hingað í þetta heilaga hús tif
að lofa þig og ákalla og til að heyra, hvað þú, Guð faðiY,
skapari vor, þú drottinn ]esús, frelsari vor, þú heilagur andi,
huggari vor, vilt við oss tala í orði þínu. Drottinn, heyr lof-
SÍörð vora og bæn og opna þú hjörtu vor með þínum heilaga
anda, svo að vér fyrir þitt orð iðrumst synda vorra, trúum
á þig í lífi og dauða, og tökum daglega framförum í kristi-
legu hugarfari og líferni. Bænheyr það, ó Guð, fyrir Jesú
Krist. Amen«.
(Þar sem söfnuðurinn óskar þess, má sleppa þessari bæn í kórdyrum.
Getur þá verið stutt hlé þegar Iokið er forspilinu og er það ætlað til
þögullar bænar safnaðarins.)
Þá er sunginn upphafssálmur. Þá snýr presturinn sér fram og tónar:
[Salutatio:]
Drottinn sé með yður.