Prestafélagsritið - 01.01.1927, Page 48
40
Bráðabirgðatillögur.
Prestafélagsritið.
oss og ámint með orði sínu. Andi hans helgi oss með sann-
leikanum, svo að vér verðum ekki gleymnir heyrendur orðs-
ins, heldur fáum varðveitt það í hjörtum vorum og fyrir áhrif
þess vaxið í trú, von og kærleika og orðið sáluhólpnir fyrir
drottin vorn Jesú Krist. Amen.
Þá er beðið fyrir sjúkum, ef þess hefir verið óskað, og birtar auglýs-
ingar kirkjulegs efnis. Að lokum segir presfurinn:
Takið hinni postullegu kveðju:
Náðin drottins ]esú Krists og kærleiki Guðs og samfélag
heilags anda sé með yður öllum. Amen.
Þá fer presturinn aftur fyrir altari og (4.) sálmur er sunginn.
[Exitus:]
Presturinn:
Drottinn sé með yður!
Söfnuðurinn:
Og með þínum anda.
Presturinn (um Ieið og hann snýr sér að altari):
Vér viljum biðja.
Presturinn flyfur hina almennu kirkjubæn:
Himneski faðir! Varðveit þú kristni þína um víða veröld,
og blessa þú alla þá, sem starfa að útbreiðslu ríkis þíns. Gef
öllum þjóðum náð til þess að þekkja þig, einn sannan Guð,
og þann sem þú sendir, ]esú Krist. Lít í föðurlegri náð þinni
til kirkju lands vors, allra safnaða hennar og starfsmanna, og
gef þeim með degi hverjum að fullkomnast í elsku þinni.
Haltu almáttugri verndarhendi yfir þjóð vorri og fósturjörð;
vertu skjól og skjöldur allra, sem mæla á vora tungu, bæði
hér heima og í fjarlægum löndum. Blessa þú konung vorn og
ættfólk hans, landstjórn vora og [löggjafarþing,] þá er í dómum
sitja og alla sem vinna að velferðarmálum þjóðar vorrar; lát
heilagan anda þinn stjórna þeim í störfum þeirra, svo að þau
verði til blessunar fyrir land og lýð.
Lát sannleiksljós þitt lýsa oss á heimilum vorum; varðveit
börnin í náð skírnarinnar, og hjálpa foreldrunum til að ala
þau upp í trausti til þín og hlýðni við þinn heilaga vilja.