Prestafélagsritið - 01.01.1927, Page 49
Prestaféiagsritið. Bráðabirgðatillögur. 41
[Á meÖan á fermingarundirbúningi stendur:
Legg þú blessun þína yfir ungmennin, sem eru að búa sig
undir fermingu. Gef að þau megi verða þannig frædd um
sannindi fagnaðarerindis þíns, að þau styrkist í trúnni á þig
og kærleikanum til þín, og geti með einlægum og fagnandi
hjörtum á fermingardegi sínum játað trúna á þig sem sannir
lærisveinar drottins vors og frelsara ]esú Krists, og verði
þér trú alt til dauðans. —]
Líknsami faðir! Lít í náð til allra þeirra, sem eru sjúkir
eða sorgmæddir; veit þeim þína hjálp og huggun, svo að
mótlætið verði þeim til blessunar og lát frið þinn búa í hjört-
um þeirra. Ver athvarf ekkna og faðir föðurlausra.
Farsæl þú atvinnuvegi vorá bæði til lands og sjávar, og
lát blessun þína hvíla yfir allri iðju vorri í hvaða stétt og
stöðu sem er. Og þegar æfidagar vorir hér á jörðu eru á
enda, styrk oss þá í dauðans stríði og tak oss heim til þín í
föðurhúsin himnesku og veit oss hlutdeild í eilífri sælu þinni,
fyrir drottin vorn og frelsara ]esú Krist.
Faðir vor, þú sem ert á himnum o. s. frv.
Söfnuðurinn:
Amen.
Presturinn (snýr sér að söfnuðinum og tónar (segir)):
Þökkum drotni og vegsömum hann.
Söfnuðurinn (stendur upp):
Drotni sé vegsemd og þökk. Hallelúja, hallelúja, hallelúja!
Presturinn (með handaupplyftingu):
Drottinn blessi þig og varðveiti þig. Drottinn láti sína
ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur. Drottinn upplyfti
sínu augliti yfir þig og gefi þér frið.
Söfnuðurinn:
Amen. Amen. Amen.
Þá er sunginn sálmur. Því næst les meðhjálparinn bæn í kórdyrum:
Drottinn, vér þökkum þér fyrir þessa guðsþjónustustund í
húsi þínu og fyrir að þú hefir mint oss á hverju vér eigum
að trúa, hvernig vér eigum að breyta og hvers vér megum
vona. Hjálpa þú oss, Guð, og varðveit hjörtu vor í samfé-