Prestafélagsritið - 01.01.1927, Síða 50
42
Bráðabirgðatillögur.
Prestafélagsritið.
laginu við þig, styrk oss til að gjöra vilja þinn og fullkomna
oss í öllu góðu fyrir mátt þinn. Amen.
í stað þessarar bænar má, ef söfnuður óskar, gera stutt hié til þög-
ullar bænar milli síðasta sálms og útgöngulags.
Eigi altarisganga að fara fram í messunni, þá fer hún fram á eftir
kirkjubæninni. En organistinn leikur forspil á undan altarisgönguversi
nægilega langt til þess, að þeim sem út vilja ganga á undan altarisgöng-
unni veitist tími til að komast út.
Eigi að skíra í kirkju skal það gert á sama hátt á eftir kirkjubæn,
og hefst athöfnin með nægilega löngu forspili að skírnarsálmi vegna þeirra,
sem ekki ætla sér að vera við þá athöfn.
Sé bæði skírn og altarisganga í sömu messu, skal skírt á undan
altarisgöngunni.
Aths.: Breytingar þær, sem hér eru gerðar á hinni almennu
hádegisguðsþjónustu, eiga að miða að því, að meiri tilbeiðsla
komist inn í guðsþjónustur vorar. Þykir því tilhlýðilegt, að
guðsþjónustan byrji með lofgjörðarbæn, þá komi syndajátning,
þá kollekta dagsins. I sama tilgangi eru safnaðarsvörin einnig
aukin og mest áherzlan þar lögð á lofgerðina. Með þessu er
þó ekki tilætlunin sú, að gera guðsþjónusturnar lengri en þær
eru nú, heldur ætlast nefndin til að stólræður presta séu
styttri en nú gerist, þegar guðsþjónustan fer fram á þann hátt,
sem hér er ráð fyrir gert. »Minni ræður, meiri bæn«, yrði
þá það, sem breytingarnar stefndu að, og við það gæti ýms-
um ef til vill betur skilist, að guðsþjónustan er annað og
meira en að hlusta á prédikun.
2. Hádegisguðsþjónusta,
þar sem söngkraftar leyfa ekki hina fullkomnari.
Forspil. — Bæn í kórdyrum. — Sálmur. -— Salutatio. — Præfatio lesin.
Söfnuður svarar: Amen. — Confiteor og kyrie. — Kollekta með amen.
— Pistill dagsins. — Sálmsvers. — Guðspjall dagsins. Guði sé lof og
dýrð etc. — Sálmur. — Prédikun. — Sálmur. — Almenna kirkjubænin
og „Faðir vor“. — Salutatio. — Blessun. — Sálmur. — Bæn í kórdyrum.