Prestafélagsritið - 01.01.1927, Page 52
44
Bráðabirgðatillögur.
Prestafélagsritiö.
snerta þau, en lærisveinarnir ávítuðu þá. En er Jesús sá það,
gramdist honum það og hann sagði við þá: Leyfið börnunum
að koma til mín og bannið þeim það ekki, því að slíkra er
guðsríkið. Sannarlega segi ég yður: hver, sem ekki tekur á
móti guðsríki eins og barn, mun alls eigi inn í það koma.
Og hann tók þau sér í fang, lagði hendur yfir þau og bless-
aði þau«.
Samkvæmt þessum orðum drottins vors viljum vér hjálpa
þessu barni til að verða blessunar hans aðnjótandi, með því
að skíra það til nafns föður, sonar og heilags anda.
Þá er komiö með barniÖ að skírnarfontinum. Presturinn gerir kross-
mark fyrir enni og brjósti barnsins og segir:
Meðtak þú tákn hins heilaga kross bæði á enni þitt og
brjóst, til vitnisburðar um að þú átt að tilheyra hinum kross-
festa drotni Jesú Kristi og að hugur þinn og hjarta á að
helgast fyrir trúna á hann.
Heyrum nú játningu trúar vorrar, sem barnið á að skírast til:
Ég trúi á Guð föður o. s. frv.
Ég trúi á Jesú Krist o. s. frv.
Ég trúi á heilagan anda o. s. frv.
Þá spyr presturinn:
Á að skíra barnið til þessarar trúar?
Því er svarað:
Já.
Þá spyr presturinn:
Hvað á barnið að heita ?
Þegar því hefir verið svarað, nefnir presturinn barnið, eys það þrisv-
ar vatni og segir um leið:
N. Ég skíri þig til nafns föðurins og sonarins og hins
heilaga anda. Amen.
Þá leggur presturinn hönd á höfuð barnsins og segir:
Almáttugur Guð, faðir drottins vors Jesú Krists, sem hefir
endurfætt þig fyrir vatn og heilagan anda og tekið þig inn í
söfnuð sinn, hann styrki þig með náð sinni til eilífs lífs. Hann
varðveiti inngang þinn og útgang héðan í frá og að eilífu.
Amen.