Prestafélagsritið - 01.01.1927, Side 53
Prestafélagsritiö.
Bráðabirgðatillögur.
45
Faðir vor, þú sem ert á himnum, o. s. frv.
Friður sé með þér!
Drottinn blessi þig og varðveiti þig o. s. frv.
Þá snýr presturinn sér til guðfeðginanna og segir:
Góð systkin, þér skuluð vera vottar þess, að þetta
barn er skírt til nafns föður, sonar og heilags anda. Fyrir
hönd kristins safnaðar hafið þér tekið á móti því í félag
kristilegrar kirkju. Felið það í bænum yðar og minnist þeirr-
ar kristilegu skyldu yðar og alls safnaðarins, að annast um
að þetta barn megi, er það vex upp, halda sér við Krist, eins
og það er nú fyrir skírnina gróðursett á honum.
Friður sé með yður. Amen.
Síðast er sunginn skírnarsálmur.
Þegar presturinn skírir fleiri en eitt barn í senn, þarf hann ekki að
endurtaka við hvert barn fyrir sig annað af þessum skírnarformála en
kaflann: „Á að skíra barnið til þessarar trúar? . . . héðan í frá og að
eilífu. Amen“; en gæta verður þess, að breyta eintölu í fleirtölu þar sem
það á við. Krossmarkið gerir presturinn sömuleiðis yfir hverju barni
fyrir sig, með þeim formála, sem því fylgir. Meðan hann les „Faðir vor“
og blessunarorðin, leggur hann höndina til skiftis á höfuð barnanna.
Aðalreglan er að presturinn skíri hvert barn í kirkju upp úr skírnar-
fontinum skömmu eftir fæðingu þess. En verði því ekki við komið, skal
það skírt af prestinum í heimahúsum, fullri skírn ef heilsa barnsins Ieyfir,
en ella skemri skírn. — Sé barnið hættulega veikt og náist ekki til prests,
má hver fullorðinn kristinn maður, hvort heldur er karl eða kona, skíra
barnið skemri skírn.
Venja er að guðfeðgin séu 2 karlmenn og 1 kvenmaður, guðhræddir,
ráðvandir menn; þau mega ekki vera fleiri en 5.
III. Ferming.
1. Almenn fermingarguðsþjónusta.
Fermingarguðsþjónustan hefst eins og venjuleg guðsþjónusta, með
sálmi, sursum corda, præfatio og sanctus, salutatio og kollektu og sálmi
eða versi. En í stað kollektu dagsins er tónuð þessi kollekta:
Himneski faðir! Vér þökkum þér fyrir fagnaðarerindi drott-
ins vors Jesú Krists og fyrir alla þá blessun, sem það hefir
veitt oss. Og vér biðjum þig: ger oss staðfasta í vorri kristnu