Prestafélagsritið - 01.01.1927, Side 54
46
Bráðabirgðatillögur.
Prestafélagsritið.
trú og gef kirkju þinni náð til þess að boða fagnaðarerindið
uin gjörvalla jörð, svo að allir menn megi læra að þekkja
hjálpræði þitt og trúa á þig, elska þig og þjóna þér af ein-
lægum hjörtum. Fyrir þinn eingetinn og elskulegan son, Jesú
Krist vorn drottin, sem með þér lifir og ríkir í einingu hei-
lags anda, einn sannur guð frá eilífð til eilífðar.
Ef samlal við fermingarbörnin fer fram, má sleppa þessu messuupp-
hafi og byrja guðsþjónustuna með sálmi á undan prédikun.
Þá slígur presturinn í sfól og flytur stutla prédikun, annað hvort út af
guðspjalli dagsins eða texta, er hann velur sér sjálfur, og endar prédikun
á hinni venjulegu bæn og fyrirbæn fyrir fermingunni.
Þá er sunginn fermingarsálmur.
Þá heldur presturinn fermingarræðu.
Þá talar presturinn við fermingarbörnin um kristin fræði. — Þessu
samtali má þó sleppa, t. d. þar sem fermingarbörn eru mörg, en sé þá
látið fara fram einhvern næsta helgan dag á undan fermingu.
Þá snýr presturinn sér til hvers einstaks fermingarbarns og leggur
fyrir það þessa spurningu:
N. N. Játar þú kristna trú og vilt þú þjóna Guði, eftir
þeirri náð, sem hann gefur þér til þess?
Fermingarbarnið svarar:
Já.
Þá leggur presturinn hönd á höfuð barnsins og segir:
Almáttugur Guð, faðir drottins vors Jesú Krists, sem áður
hefir tekið þig að sér sem sitt barn í heilagri skírn og gert
þig að erfingja eilífs lífs, hann varðveiti þig í skírnarnáð þinni,
þér til sáluhjálpar. —
Þá réttir presturinn barninu hönd og segir:
Vertu trúr (trú) alt til dauðans, þá munt þú öðlast lífsins
kórónu.
Þegar öll börnin hafa verið fermd, ávarpar presturinn söfnuðinn og
segir:
Vér viljum nú öll, ásamt þessum nýfermdu ungmennum,
bera fram játningu vorrar kristnu trúar.
Söfnuðurinn stendur á fætur og segir ásamt prestinum og fermingar-
börnunum:
Ég trúi á Guð föður . . .
Ég trúi á Jesú Krist . . .