Prestafélagsritið - 01.01.1927, Page 56
48
Bráðabirgðatillögur.
Prestafélagsritiö.
þín og staðfest við oss sáttmála náðar þinnar. Lát augu þín
hvíla með velþóknun á þeim ungmennum, sem hafa nú stað-
fest skírnarsáttmála sinn, og hjálpa þeim til að berjast trúar-
innar góðu baráttu til æfiloka. Vertu þeim, ó Guð, jafnan
nálægur með þinni vernd og þínum krafti, styrk þau í baráttu
lífsins og styð þau í freistingunum, varðveit þau og oss alla
í náð þinni, og lát engan af oss glata hinu dýra hnossi barna-
réttarins hjá þér, sem þinn elskulegi sonur, frelsari vor Jesús
Kristur, hefir oss afrekað, — hann sem með þér og heilög-
um anda lifir og ríkir, einn sannur Guð um aldir alda.
Söfnuðurinn svarar:
Amen.
Þá snýr presturinn sér að söfnuðinum og tónar eða segir:
Drottinn blessi þig . . .
Söfnuðurinn svarar:
Amen. Amen. Amen.
Þá er sunginn sálmur eða vers, og bæn lesin í kórdyrum eða tími
gefinn til þögullar bænar á undan útgöngulagi.
2. Fermingar-guðsþjónusta með altarisgöngu.
Sálmur. — Fermingarræða. — Fermingin (án samtals). — Vers 414
og altarisgönguvers. — Altarisgangan.
IV. Altarisganga í guðsþjónusru.
Eftir almennu bænina er sungið altarisgönguvers.
Þá snýr presturinn sér að söfnuðinum og tónar [sursum corda].
Lyftum hjörtum vorum til himins!
Söfnuðurinn svarar:
Vér hefjum þau til drottins.
Þá snýr presturinn sér að altarinu og les þessa bæn:
Vér viljum biðja:
Drottinn vor og frelsari ]esús Kristur, sem ert hér hjá
oss með ríkdómi kærleika þíns! Gef oss náð til þess að neyta
þessarar heilögu máltíðar til minningar um þig, svo að sam-