Prestafélagsritið - 01.01.1927, Page 57
Prestafélagsritiö.
Bráðabirgðatillögur.
49
félag vort við þig megi styrkjast og verða æ innilegra.
Hreinsa oss af syndum vorum og hjálpa oss til að lifa eftir
þínum heilaga vilja. Styrk þú trú vora og glæð hjá oss von
eilífa lífsins. Efl þú kærleikann í hjörtum vorum, svo að vér
getum, ásamt öllum lærisveinum þínum, orðið eitt í þér, eins
og þú og faðirinn eruð eitt.
Söfnuðurinn svarar:
Amen.
Þá tónar presfurinn [Agnus Dei].
Ó, þú Guðs lamb, sem burt ber heimsins syndir.
Söfnuðurinn:
Miskunna þú oss!
Presturinn:
Ó, þú Guðs lamb, sem burt ber heimsins syndir.
Söfnuðurinn:
Miskunna þú oss!
Presturinn:
Ó, þú Guðs lamb, sem burt ber heimsins syndir.
Söfnuðurinn:
Gef oss þinn frið!
Þá tónar presturinn:
Faðir vor, o. s. frv.
Söfnuðurinn svarar:
Amen.
Þá tekur presturinn patínuna með brauðinu sér í hönd og tónar fyrri
hlu*a innsetningarorðanna:
Vor herra ]esús Kristur, o. s. frv.
Því næst tekur presturinn kaleikinn sér í hönd og tónar áfram:
Sömuleiðis eftir kvöldmáltíðina o. s. frv.
Þá tekur presturinn patínuna með brauðinu, snýr sér að borðgestun-
um og segir:
Brauðið, sem vér brjótum, er samfélag um líkama Krists!
Því næst útdeilir hann brauðinu og segir um leið viö hvern borð-
Sestanna:
Líkami Krists, lífsins brauð.
4