Prestafélagsritið - 01.01.1927, Page 58
50
Bráðabirgðatillögur.
Prestafélagsritiö*
Þá lekur hann kaleikinn, snýr sér að borðgestunum og segir:
Sá bikar blessunarinnar, sem vér blessum, er samfélag um
blóð Krists!
Síðan útdeilir hann víninu og segir um leið við hvern borðgestanna:
Blóð Krists, bikar lífsins.
Þegar hann hefir útdeilt hverjum hring, segir hann:
Vor krossfesti og upprisni frelsari ]esús Kristur varðveiti
yður í samfélaginu við sig og viðhaldi yður í lifandi trú til
eilífs lífs. Hans náð og friður veri með yður. Amen.
Þá standa þeir upp, sem hafa meðtekið sakramentið, og ganga til
sæta sinna, en næsti hringur, ef fleiri eru, krýpur á sama hátt við altarið,
unz engir eru fleiri eftir.
Um útdeilinguna eru sungnir altarisgöngusálmar, þó ekki lengra af
þeim en versið sem á stendur, þegar lokið er útdeilingu. Því næst er
sungið nr. 583 eða 584.
Að því enduðu snýr presturinn sér að söfnuðinum og tónar:
Þökkum Drotni og vegsömum hann.
Endar svo guðsþjónustan á venjulegan hátt.
V. Hjónavígsla.
Séu brúðhjón gefin sáman í messu, er það gert á eftir almennu
bæninni.
Er þá fyrst sunginn hjónavígslusálmur.
Síðan eru brúðhjónin leidd inn að altarishringnum af svaramönnum
eða vandamönnum þeirra.
Presturinn snýr sér frá alfarinu og segir:
Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og
drotni ]esú Kristi. Amen.
Þá heldur presturinn hjónavígsluræðu, hafi hann verið um það beðinn.
Þá biður hann þessa bæn =
Vér viljum biðja.
Drottinn Guð, himneski faðir, — þú sem ert uppspretta
allrar sannrar gæfu og farsældar! Vér þökkum þér fyrir alla
þá blessun og allan þann unað, sem þú hefir veitt börnum
þínum með hjúskapar- og heimilislífinu. Halt þú almáttugri
verndarhendi þinni yfir heimilum vorum og bú þar hjá oss.