Prestafélagsritið - 01.01.1927, Page 60
52
Bráðabirgðatillögur.
Prestafélagsritið.
argjörð. Og friður Guðs, sein er æðri öllum skilningi, mun
varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í samfélaginu við
Krist ]esú«. (Fil. 4, 6—7).
Þá leggur presturinn þessar tvær spurningar fyrir brúðgumann:
Þá spyr ég þig, brúðgumi N. N.: Er það einlægur ásetn-
ingur þinn, að ganga að eiga konuna N. N., sem hjá þér
stendur?
Brúðguminn svarar:
]á.
Presturinn:
Vilt þú með Guðs hjálp lifa saman við hana í meðlæti og
mótlæti og hverjum þeim kjörum, sem algóður Guð lætur
ykkur að höndum bera, eins og kristnum eiginmanni ber að
lifa saman við eiginkonu sína?
Brúðguminn svarar:
]á.
Þá spyr presturinn brúðina á sama hátt:
Sömuleiðis spyr ég þig, brúður N. N.: Er það einlægur
ásetningur þinn, að giftast manninum N. N., sem hjá þér
stendur?
Brúðurin svarar:
]á.
Presturinn:
Vilt þú með Guðs hjálp lifa saman við hann í meðlæti og
mótlæti og hverjum þeim kjörum, sem algóður Guð lætur
ykkur að höndum bera, eins og kristinni eiginkonu ber að
lifa saman við eiginmann sinn?
Brúðurin svarar:
]á.
Þá segir presturinn:
Gefið þá hvort öðru hönd ykkar þessum hjúskaparsáttmála
til staðfestu.
Brúðhjónin rétta hvort öðru hægri hönd, en preslurinn leggur hönd
sína yfir hendur þeirra og segir:
Með því að þið, N. N. og N. N., hafið komið ykkur saman
um og heitið hvort öðru því, að lifa saman í löghelguðu