Prestafélagsritið - 01.01.1927, Qupperneq 61
Presfafélagsritið.
Bráðabirgðatillögur.
53
hjónabandi, og með því að þið hafið játað þetta opinberlega
í áheyrn þessa kristna safnaðar (í heimahúsum: þessara votta)
og gefið hvort öðru hönd ykkar því til staðfestu, þá lýsi ég
yfir því, að þið eruð rétt hjón, bæði að borgaralegum og
kirkjulegum lögum. Guð, faðir, sonur og heilagur andi hjálpi
ykkur til að vera það í anda og sannleika. Amen.
Það sem Guð hefir tengt saman, má eigi maður sundur skilja.
Séu fleiri en ein brúðhjón gefin saman í senn, skal hafa þetta alt,
frá því er spurningarnar byrja, upp aftur við hver brúðhjón fyrir sig.
Síðan krjúpa brúðhjónin og presturinn leggur hönd sína á höfuð
þeim og segir:
Vér viljum biðja.
Algóði faðir á himnum! Blessa þú þessi brúðhjón. Ver
þeim jafnan nálægur með náð þinni og vernd og farsæl þú
allan þeirra hag. Gef þeim náð til þess að auðsýna hvort
öðru sanna elsku og trygð og þjóna þér af einlægu hjarta,
svo að þau lifi eins og elskuleg börn þín hér á jörðu og
eignist eftir þetta líf fögnuð barna þinna í dýrðarríki þínu.
Faðir vor, þú sem ert á himnum o. s. frv.
Drottinn blessi þig og varðveiti þig o. s. frv.
Þá er sunginn hjónavígslusálmur eða vers, og brúðhjónin ganga til
sæta sinna og presturinn snýr sér aftur að altarinu.
Síðan endar guðsþjónustan á venjulegan hátt.
Sé ekki gefið saman í messu, er fyrst sunginn hjónavígslusálmur, og
fer svo athöfnin fram eins og hér er sagt, að því undanteknu, að engin
altarisþjónusta er á eftir.
Vmsar aðrar breytingar hafa komið til tals í nefndinni,
þótt ekki séu lagðar fram ákveðnar tillögur um þær, sum-
part af því, að nægur tími vanst ekki til að vinna að þeim,
og sumpart vegna þess, að nefndarmenn voru ekki sammála
um þær allar. Skal hér talið hið helzta, sem óskað var breyt-
inga á.
1. Nefndin vill að kollektur allra sunnu- og helgidaga séu
samdar að nýju, þannig að tekið sé tillit til aðalefnis pistla
°9 guðspjalla hvers dags, að svo miklu leyti sem unt er. Er