Prestafélagsritið - 01.01.1927, Side 62
Prestafélag3ritið.
54 Bráðabirgðatillögur.
hér sýnishorn af kollektum, eins og nefndin hugsar sér að
þær verði.
/. sd. í aðventu.
Drottinn Guð, himneski faðir! Gef þú oss náð til þess, að
vér megum á þessu nýja kirkjuári afleggja verk myrkursins
og íklæðast hertýgjum ljóssins, sem sannir lærisveinar og
trúir þegnar hins himneska konungs, drottins ]esú Krists,
og að alt vort líf megi verða til þess að vegsama hans hei-
laga nafn, sem með þér lifir og ríkir í einingu heilags anda,
einn sannur Guð frá eilífð til eilífðar. —
2. sd. í aðventu.
Drottinn Guð, himneski faðir! Gef þú oss náð til þess að
láta uppfræðast af þínu heilaga orði, svo að vér Iærum að
tilbiðja þig í anda og sannleika og þjóna þér af einlægum
hjörtum, og verðum fyrir það æ auðugri að fögnuði og friði
trúar og vonar, og getum með heilagri tilhlökkun beðið þess,
að öllum heimi verði opinber náð og dýrð þíns eingetins
sonar, sem með þér lifir og ríkir í einingu heilags anda,
einn sannur Guð frá eilífð til eilífðar. —
3. sd. í aðventu.
Drottinn Guð, himneski faðir! Þú sem hefir kallað oss til
að vera þjóna Krists og ráðsmenn Ieyndardóma þinna, styrk
þú vora veiku trú og varðveit oss fyrir efasemdum, svo að
oss megi auðnast öðrum til trúarstyrkingar, að bera vitni um
hjálpræði þitt í Jesú Kristi, þínum eingetnum syni, sem með
þér lifir og ríkir ....
4. sd. í aðventu.
Drottinn Guð, himneski faðir! Kenn þú oss að bera jafnan
óskir vorar fram fyrir þig í auðmjúkum bænum. Lát frið þinn
búa í hjörtum vorum, svo að vér getum með heilögum fögn-
uði búið oss undir að halda jólahátíð til dýrðar þér og þín-
um eingetna syni Jesú Kristi, sem með þér lifir og ríkir ....