Prestafélagsritið - 01.01.1927, Side 64
56
Bráðabirgðatillögur.
Prestafélagsritið.
í neinu við orðalagi játningarinnar á voru máli, nægir að vísa
til breytingar þeirrar, sem gerð var við síðustu handbókar-
endurskoðun, þar sem »til heljar* var sett í stað »til helvítis*,
og til hinna ýmsu breytinga á orðalagi játningarinnar frá því
að vér fyrst þekkjum hana í 12. aldar mynd og fram á vora
daga. (Sbr. Fimm höfuðjátningar, Rvík 1925, bls. 24).
6. Oskir komu einnig fram um fyllra helgisiðaform við
greftrunarathöfn í kirkju. Ennfremur um, að athöfnin í kirkju-
garði breyttist á þann hátt, að í stað orða þeirra, sem nú eru
sögð við gröfina, (»Af jörðu ertu kominn« o. s. frv.), komi:
»1 trú á Frelsara vorn, sem sagði við lærisveina sína: »Eg
lifi og þér munuð lifa« viljum vér fela algóðum Guði fram-
haldslíf þessa bróður (systur, barns) og kveðja hann hinstu
kveðju í nafni Guðs föður, sonar og heilags anda«.
Eða: »Með orð ritningarinnar í huga, að hið sýnilega er
stundlegt, en hið ósýnilega eilíft og að föðurland vort er á
himni, viljum vér fela algóðum guði framhaldslíf þessa bróður
(systur, barns) og kveðja hann hinstu kveðju í nafni Guðs
föður, sonar og heilags anda«.
Ástæður fyrir þessari breytingu voru meðal annars þær,
að eðlilegast væri að hver framliðinn maður væri kvaddur í
nafni Guðs föður, sonar og heilags anda, eins og kirkjan vígir
hvern mann til kristilegs guðssamfélags með skírn til nafns
föður, sonar og heilags anda.
Nefndin vonar, að tillögur hennar verði athugaðar með
velvild og ræddar sem víðast á kirkjulegum fundum, og óskar
að fá álit sem flestra um þær, bæði presta og leikmanna, og
er þakklát fyrir allar góðar bendingar, sem til bóta mættu
verða, frá hverjum sem þær koma.