Prestafélagsritið - 01.01.1927, Page 65
Presiafélagsrifiö.
KRISTILEG FESTA.
Erindi flutt á Akureyri og víðar.
Eftir Siguvð P. Sívertsen.
Ég hefi valið mér að umræðuefni að tala til yðar um
kristilega festu, og ég þykist vita, að ekki sé þörf á löngu
máli til skýringar því, hversvegna ég hefi valið mér það
umtalsefni, þar sem öllum er vitanlegt, að vér lifum á festu-
ieysistimum, sem hafa margvíslegar hættur í för með sér,
lausung í lífernisháttum og los í skoðunum. Vorir tímar hafa
verið nefndir leysingatímar og jafnvel í því sambandi verið
talað um »asahláku í andans heimi*. Þótt allir viti, að hlákan
geti verið þörf og góð og nauðsynleg til þess að losa um
klakaböndin, þá getur þó enginn óskað sér sífeldrar hláku
og leysingar. Oss þykir aðeins vænt um hlákuna vegna þess,
að hún er undanfari og fyrirboði vors og sumars.
Eins er þessu farið, þegar um andlegt líf einstaklinga og
þjóða er að ræða. Öll klakabönd vana og erfðakenninga eru
þar hættuleg. Til þess að losa um þau þarf andlegu hlákuna
og leysinguna. En eftir umrótið þarf að koma friður og festa,
svo að hinn nýi gróður, sem er að koma fram, geti notið
sín, geti vaxið og dafnað og náð sem bezt til einstaklinga
09 þjóðarsálar.
Þessvegna þrái ég festu og ég hygg, að þeir séu æði-
margir, sem með mér þrá hið sama.
En festa getur verið með mörgu móti og á margvíslegum
grundvelli. Ég nefni erindi mitt kristilega festu og hefi með
því viljað leggja áherzlu á, hverskonar festa það sé, sem ég
óska að fái að ríkja í kirkjulífi voru og þjóðlífi.