Prestafélagsritið - 01.01.1927, Side 66
58 Sigurður P. Sívertsen: Presiatéiagsritis.
Vil ég taka þrjú atriði þessa máls til nánari athugunar, en
þau eru:
1) Festa í guðsdýrkun,
2) festa í lífsskoðun og
3) festa í siðferði.
1) Festa í guðsdýrkun er þá fyrsta atriðið, sem vér skul-
um athuga.
Er þar um nokkra festu að ræða meðal kristinna þjóða?
mun einhver ef til vill hugsa með sér og spyrja. Er guðs-
dýrkun kristinna manna ekki með næsta ólíku móti, á einum
stað með þessu sniði og á öðrum stað á alt annan hátt?
Eru guðsdýrkunarsiðir og guðsþjónustur kristinna manna
ekki með gerólíku sniði í hinum ýmsu löndum og á hinum
ýmsu tímum?
Þannig munu menn spyrja og sumum mun finnast, að um
litla festu sé hér að ræða, hvort sem litið sé á guðsdýrkun
manna í heimahúsum, kirkjum eða öðrum samkomuhúsum.
Hver sá, sem hefir kynt sér þetta, hlýtur að finna til þess,
hve margbreytileikinn sé hér mikill. Því víðar, sem maðurinn
hefir farið, því betur þekkir hann margbreytnina í guðsdýrkun
kristinna manna: ólíka guðræknissiði og guðræknisvenjur.
Ég hefi haft tækifæri til að kynnast þessu nokkuð nánar
en alment gerist og get því talað um þetta af talsverðri
reynslu. Ég hefi dvalið dálítinn tíma í alkaþólsku landi, verið
þar við margar guðsþjónustur og tekið þátt í guðsdýrkun
manna í æðimörgum kirkjum, bæði við opinberar guðsþjón-
ustur og þar sem fáir menn báðust fyrir í kyrð og næði í
hinum fögru kirkjum. Ég hefi einnig kynst fjölbreytilegri
guðsdýrkun manna á Stóra-Bretlandi og hvergi séð betur, á
hve ólíkan hátt menn geta hagað guðsdýrkun sinni bæði í
heimahúsum, í samkomuhúsum og í kirkjunum. Það væri því
afarfjarri mér að fara að halda því fram, að öli guðsdýrkun
kristinna manna þurfi að vera með einu og sama sniði og
festan kristilega eigi að birtast í því.