Prestafélagsritið - 01.01.1927, Side 67
Prestaíélagsritið.
Kristileg festa.
59
Festan á að birtast í öðru, í því, sem er Iqarninn bak við
alla jjölbreytnina í guðsdýrkun kristinna manna. Því að betur
athugað er þar sameiginlegur kjarni, og hann er bænin og
tilbeidslan, þ. e. guðssamfélag mannsins. 011 margbreytnin í
guðsdýrkuninni er aðeins mismunandi búningur utan um þann
kjarna. Guðsdýrkun í heimahúsum, heimilisguðrækni án guðs-
samfélags þeirra, sem í guðræknisiðkununum taka þátt, er
aðeins ytri háttsemi, sem er lítils nýt og hefir ekkert fyrir-
heiti. Sama er að segja um alla kirkjuguðrækni og aðra
opinbera guðsdýrkun. Hið ytra, helgisiðirnir, helgivenjurnar,
eru fatið, búningur, hagfeldur eða óhagfeldur að sama skapi
sem það hefir örfandi og göfgandi eða svæfandi og fjarlægj-
andi áhrif á guðssamfélag dýrkendanna. Sá maður, sem við
slíkar athafnir ekki beygir »hjartans kné« fyrir Guði sínum í
trú og tilbeiðslu, hann heldur umbúðunum, en sleppir kjarn-
anum.
Eins og mönnum mun skiljast, er festa í guðsdýrkun sam-
kvæmt þessu fólgin í því að vera biðjandi maður, sem leitar
samfélags við æðstu veruna í einlægni með trausti og lotn-
ingu.
Þetta er kristileg festa í guðsdýrkun, eins og sjá má af
kenningu Krists og dæmi. Því að á innileika guðssamfélags-
ins lagði hann hina mestu áherzlu og miðaði trúna fyrst og
fremst við guðstraust hvers manns, og í lífi hans sjálfs var
ekkert eins áberandi og kærleikssamfélag hans við himneska
föðurinn og hið örugga guðstraust hans.
Að hér sé um aðalkjarna trúarlífsins að ræða, kemur líka
öllum kristnum mönnum saman um, hvaða kirkjudeild sem
þeir heyra til, flokki eða stefnu. Um það bera vott ummæli
manna úr ólíkustu kirkjudeildum. Lúther hefir haft þau um-
mæli um trúna, að hún væri sífeld bænariðja, og merkur
kaþólskur rithöfundur nefnir bænina blóð og blóðrás trúar-
lífsins. Menn með guðfræðilegri og heimspekilegri mentun
taka undir með lítt mentuðum alþýðumönnum og staðhæfa,
að án bænar finni enginn maður Guð, að það tvent sé hið
sama, að vera guðrækinn og að biðja til Guðs; að væri