Prestafélagsritið - 01.01.1927, Síða 69
Presiafélagsritið.
Kristileg festa.
61
2) En samfara þessari festu guðssamfélagsins þarf að vera
festa í lífsskoðun. Þar kem ég að öðru atriðinu, sem ég
ætlaði mér að hugleiða.
Þetta atriði er nátengt hinu fyrra. Alt efni bæna mannsins,
það um hvað hann biður Guð, hvernig hann lofar hann og
tilbiður, mótast af lífsskoðun hans. Sé lífsskoðun einhvers
manns óþroskuð, er þess ekki að vænta, að bænir hans geti
verið þroskaðar. En hafi maðurinn þar á móti eignast háleita
og göfuga lífsskoðun, hefir það áhrif á tilbeiðslu hans, göfgar
bænir hans og beinir guðstrausti hans inn á heilbrigðar brautir.
Það er skiljanlegt, að svona hljóti það að vera, þegar þess
er gætt, hvað það er, sem nefnd er lífsskoðun.
Lífsskoðun manns er heildarmynd af tilverunni eða tilraun
til að afla sér samræmismyndar, er fullnægi bæði höfði og
hjaría, skynsemi mannsins og tilfinningu. Lífsskoðun er svar
mannsins við spurningunni um viðhorf alheimsins til hans og
hans til alheimsins. — Lífsskoðun hvers manns hefir verið
líkt við innviði eða máttarviði sálar hans, og felst í þeirri
líkingu meðvitundin um, hve mikilsvert það sé, hvort lífsskoðun
marmsins sé traust og heilbrigð eða hið gagnstæða.
Nú getur margt haft áhrif á lífsskoðun hvers manns. Þar
kemur til greina upplag mannsins og umhverfi, aðstæður allar
og lífsreynsla. Því að Iífsskoðun er ekki hægt að fá að láni
frá öðrum eða læra og íileinka sér með skynseminni einni
eins og hvern annan fróðleik. Lífsskoðun hvers manns mið-
ast við reynslu hans, við það, sem hann getur tileinkað sér
og gerí að sinni eigin eign.
Þó getur reynsla annara verið hverjum manni mikilsverð
hjálp til þess að mynda sér lífsskoðun. Kemur þar til greina
öll reynsluþekking mannkynsins bæði fyr og síðar.
Þegar um kristilega festu i lífsskoðun er að ræða, er átt
við reynsluþekkingu þá, sem vér eigum Jesú Kristi að þakka.
Kristnin byggir á henni sem æðstu opinberun frá Guði, sem
æðsta sannleika, sem óhætt sé að reiða sig á.
Þegar maður verður höndlaður af Kristi Jesú, eins og
Páll postuli nefnir það, þ. e. þegar samvizka mannsins verður