Prestafélagsritið - 01.01.1927, Page 72
64
Sigurður P. Sívertsen:
Prestafélagsritið.
fyrir handan gröf og dauða. Lögmál lífsins getur enginn
maður að ósekju brotið. En hver sem snýr við af rangri
braut, á föðurfaðm vísan; en faðirinn himneski notar ekki
almætti sitt til þess að neyða neinn, kærleikur hans laðar og
leiðir. Og hið góða mun sigra. Guð mun leiða málefni sitt
til sigurs og vera máttugur í hverjum þeim manni, sem í
einlægni vill þjóna honum.
Því meir sem kristinn maður elskar Guð og frelsara sinn,
því bjartsýnni verður lífsskoðun hans. Því bjartsýnni verður
hann á lífið í heild sinni og möguleika þess. Því bjartsýnni
verður hann á náð Guðs: að Guð sé í öllu og að Guð sé
kærleikur; að hinn kærleiksríki, réttláti og alvitri faðir sé
máttugur í veikleika hvers þess af börnum hans, er til hans
leitar. — Því bjartsýnni verður hann einnig á mennina, á
möguleika sjálfs sín og annara til að koma sem mestu góðu
til leiðar, að unt sé að koma göfugum hugsjónum í framkvæmd,
ef ekki bresti góðan vilja og trú á sigur hins góða — og á
sannleika þess Iífslögmáls, að það að trúa á hið góða, sé að
skapa hið góða.
3) Þannig öðlast kristinn maður lífsskoðun sína frá Jesú
Hristi. En lífsskoðun hvers manns prófast í Iífinu. Festa í
siðferði á þessvegna að vera samfara festu í lífsskoðun.
Það var þriðja atriðið, sem ég ætlaði mér að minnasí á í
þessu sambandi.
Þarf á þetta að minnast? munu einhverjir ef til vill hugsa.
Liggur ekki í hlutarins eðli — munu þeir segja — að lífs-
skoðunin, sem er leiðtogi hugsunar mannsins og samvizku,
hlýtur að stjórna framferði hans. Festa í lífsskoðun hlýtur
því að leiða af sér festu í siðferði.
Þetta er rétt að því leyti, að svona ætti það að vera. Það
ætti að vera fult samræmi milli hins trúarlega og siðferðilega
í lífi hvers manns, milli lífsskoðunar hans og hugsjóna og
lífernis hans.
Það ætti að vera, en því miður er þessu ekki svo farið.
Lífið sýnir og sannar, hve mikið ósamræmi oft er á milli