Prestafélagsritið - 01.01.1927, Qupperneq 73
Prestafélagsritiö.
Kristileg festa.
65
hugsjóna manna og lífernis og hve einhliða margir eru, þeg-
ar litið er til hins trúarlega og siðferðilega. Það eru til menn,
sem eru trúarsterkir, sterkir að því er virðist í bæn og guðs-
trausti, að minsta kosti með djúpri þrá til guðstilbeiðslu, —
en ekki að sama sama skapi skylduræknir menn og fastir
fyrir siðferðilega. Vér þekkjum líka marga menn, sem í ein-
lægni hafa gert sér grein fyrir því, hvað rétt sé, en gengur
ekki að sama skapi vel að lifa því samkvæmt. Hér sannast,
að sitt hvað er oft að vita hið rétta og að lifa því samkvæmt.
Að vita og geta fer ekki ávalt saman, þótt svo ætti að vera.
Flestir menn hafa tekið eftir því, hve ólíka áherzlu menn
þráfaldlega leggja á hið trúarlega og hið siðferðilega. Það
er ný og gömul reynsla. Hún er jafngömul kristninni. Menn
geta sannfærst um það með því að lesa jakobsbréfið annars
vegar og Pálsbréfin hins vegar.
Jakobsbréfið leggur megináherzluna á hina siðferðilegu
breytni og metur einkis þá trú, er ekki ber ávexti í góðu
líferni. »Hvað stoðar það, bræður rnínir, þótt einhver segist
hafa trú, en hefir eigi verk ? . . . trúin er ónýt án verkanna
. . . maðurinn réttlætist af verkum, og ekki af trú einni sam-
an . . . trúin dauð án verka*. Þetta var reynsla höfundar
Jakobsbréfsins.
Reynsla Páls er alt önnur. Hann leggur aðaláherzluna á
trúna. Trúin er viðtaka náðar Guðs; fyrir þá viðtöku náðar-
innar réttlætist maðurinn, en ekki fyrir verk sín.
Báðir hafa rétt fyrir sér, þótt hvor um sig virðist útiloka
sjónarmið hins. Svo er ekki, sé betur aðgætt. Því að siðgæði
t>að, er höfundur Jakobsbréfsins leggur áherzlu á, er ekki
trúarlaust siðgæði. Honum er ekki sama um trúna, en hann
metur trúna af verkunum. Og trú Páls er ekki festulausar
tilfinningar fráskildar lífinu, heldur sú viðtaka kærleika Guðs
og kraftar, sem starfar í kærleiksríkri breytni. Hér eru því
ekki andstæður, heldur tvö sjónarmið, þar sem hjá öðrum
ber meir á því trúarlega, en hjá hinum á hinu siðferðilega.
Þannig hefir það verið frá því í fyrstu kristni, að erfitt
reynist að öðlast samræmi í þroska trúarlífsins og siðferði-
5