Prestafélagsritið - 01.01.1927, Síða 74
66
Sigurður P. Sívertsen:
Prestafélagsritiö.
lífsins. Stundum er ósamræmið svo mikið, að mörgum hættir
við að fella ósanngjarna dóma. Mörgum hættir við að dæma
þann mann hræsnara, sem tekur þátt í guðræknisiðkunum og
talar um trú sína og kristilega lífsskoðun, en aftur á móti
hneykslar menn með framferði sínu. Einnig hættir mörgum
við að dæma þann mann vantrúarmann og trúleysingja, sem
aldrei tekur þátt í neinum opinberum guðræknisiðkunum,
hversu fagurt sem framferði hans kann að vera.
Menn ættu að fara varlega í að fella fljótræðisdóma um
aðra að órannsökuðu máli. Því að margt getur hér komið til
greina. Trúaður maður getur hafa komizt undir svo óhollar
venjur, að hann fái ekki rönd við reist, að minsta kosti ekki
í bili. Og hinn siðgóði maður getur geymt í sálu sinni þær
trúartilfinningar og trúnaðartraust, sem enginn þekkir eða fær
að sjá, nema Guð og sjálfur hann.
Bezt er að dæma varlega. En eitt er víst, og það er, að
þegar svona stendur á, er það vottur um skað/egt ósamræmi
milli hins trúarlega og siðferðilega. Gegn slíku ósamræmi ber
hverjum manni að berjast af alefli, og þessvegna er það
ekki að ófyrirsynju að lögð er áherzla á kristilega festu í
breytni og öllu framferði, engu síður en á festu í guðsdýrk-
un og lífsskoðun.
En kristileg breytni miðast öll við kærleikann. Ekki við
þann kærleika eða miskunnsemi, sem líður alt og lætur alt
vera gott, heldur við kærleiksréttlæti það, sem ástundar varð-
veizlu hins góða hjá sjálfum sér og öðrum, sem hefir full*
komnun sjálfs sín og annara að markmiði.
Kristileg siðgæðisfesta er í því fólgin, að láta kærleiksrétt-
læti ráða á öllum svæðum lífsins og í öllum félagsskap.
Menn hafa talað um fastmótuð félagssvæði, sem eru þrjú:
Húsfélag, þjóðfélag og kirkjufélag. — Einnig tala menn um
breytileg félagssvæði og telja þau: Vináttufélagsskap, við-
skiftalífsfélagsskap og köllunarstarfsfélagsskap.
Nú er það alkunnugt, hve mönnum veitist erfitt að vera
sjálfum sér samræmir á öllum þessum félagssviðum. Maður
getur t. d. verið góður heimilisfaðir eða heimilismaður, en