Prestafélagsritið - 01.01.1927, Page 75
Prestafélagsritið.
Kristileg festa.
67
komið ósiðferðilega fram utan heimilis. Menn geta líka kom-
ið siðferðilega fram á heimili, í þjóðfélagi og kirkjufélagi, en
reynst viðsjálir á viðskiftalífssviðinu. Osamræmið getur birzt í
hinum ólíkustu myndum og á hinum ólíkustu sviðum. Það er
alþekt reynsla, bæði erlendis og hér á landi. Má aðeins benda
á, hve menn, er koma illa fram út á við, geta verið góðir
sínum nánustu, og gagnstætt, hve þeir, sem sífelt vekja ill-
yndi og úlfúð á heimili sínu, geta verið ljúfir og góðir út á
við. Eða alþektu dæmin, að menn, sem koma ágætlega fram
í sinni sveit, verða ágengir og ósanngjarnir, þegar viðskiftin
eru við aðrar sveitir. — Eg þarf ekki að rekja þetta nánar,
hver og einn mun geta komið með dæmi frá eigin reynslu,
frá eigin lífi og annara, þessu til staðfestu.
Þegar talað er um kristilega festu í siðferði er það hvatn-
ing til að láta alt þetta ósamræmi hverfa. Kristinn maður á
að láta kærleiksréttlætið ráða í allri breytni sinni, við æðri
sem lægri, við skylda og vandalausa, á heimili og í sveitar-
og þjóðfélagi, í safnaðar- og kirkjumálum, í viðskiftum og við
köllunarstörf sín, gagnvart félögum og hinu opinbera, eins og
gagnvart sínum nánustu.
Slíkrar festu þarfnast þjóðfélag vort, en af henni er nú alt
of lítið. Hver og einn einasti sonur og dóttir ættlands vors
ætti að keppa að slíkri festu í breytni og allri framkomu,
ekki síður en í guðsdýrkun og lífsskoðun. Alt á þetta að fara
saman. Það er fullkomnunar og þroskabrautin.
Það er hugsjónin, sem allir góðir Islendingar ættu að hlynna
að, halda á lofti og leitast við að láta verða að veruleik í
lífi sjálfra sín og í lífi þjóðar vorrar.
Áður en skilist er við þetta efni, verður að svara einni
spurningu, sem eðlilega kemur upp í huga margra manna í
þessu sambandi: Getur festan, sem hér hefir verið rætt um,
samrýmst frelsi? Getur það samrýmst hvað öðru, kristileg
festa og kristilegt frelsi?
Því má svara: Það ekki aðeins getur samrýmst, heldur á