Prestafélagsritið - 01.01.1927, Side 76
68
Sigurður P. Sívertsen:
Prestafélagsritið.
að samrýmast. Það sýnir Nýja-testamentið oss glögt, þar sem
alt stefnir að kristilegri festu, en þó er svo oft talað um
frelsi kristins manns. Bezt sjáum vér það af lífi frelsara vors.
Þar birtist festan og frelsið í sinni háleitustu og fegurstu
mynd.
Að þetta tvent geti samrýmst og eigi að samrýmast, skilst
mönnum við það að gera greinarmun á festu fyrir utanað-
komandi áhrif og festu hið innra, og hins vegar á frelsi hið
ytra og frelsi hið innra.
Kristilega festan, sem hér hefir verið talað um, — festa
guðstraustsins, festa kristilegrar lífsskoðunar, og festan í líf-
erni þess manns, sem í öllu vill gera vilja Guðs og hafa
Krist að leiðtoga sínum, — er festa hið innra, festa fyrir
innri bönd, en ekki vegna neinnar ytri þvingunar eða utanað-
komandi nauðungaráhrifa.
Kristilega frelsið er að vísu bundið við hið ytra að því
leyti, sem það er krafa um að hver maður fái að njóta sín
sem bezt í hugsun, hegðun og framkvæmdum, og að engin
óeðlileg höft séu af öðrum mönnum lögð á gerðir hans og
athafnir. En kristilega frelsið miðast þó fyrst og fremst við
hið innra, sem með manninum býr. Af því leiðir, að kristn-
um manni er ekki alt leyfilegt, þótt aðrir banni ekki. Hann
er bundinn af samvizku sinni til að gera það eitt, sem Iæri-
sveini Krists er samboðið. Frelsi hans er ekki frelsi kæru-
leysis eða nautna, ekki frelsi til að gera það sem ilt er,
heldur frelsi til að hlynna að hinu bezta í sjálfum sér og til
að þjóna öðrum í kærleika. Frelsi það, sem gerir menn að
þrælum nautna og synda, er með því útlokað, en ekki frelsi
kærleikshugarfarsins. Þegar kristinn maður spyr: Hvað má
ég gera? — þá miðar hann ekki svar sitt við það, hvað
aðrir telja honum leyfilegt. Þótt hann heyri ótal raddir alt í
kring um sig segja: Þér er það Ieyfilegt, gerðu það óhræddur
— þá getur hann ekki gert það, ef samvizka hans mótmælir
því. Kristinn maður miðar frelsi sitt við samvizku sína eina.
Hvað leyfir samvizkan mér? spyr hann. Þótt hann sé alfrjáls
hið ytra, getur hann verið bundinn hið innra, harðfjötraður