Prestafélagsritið - 01.01.1927, Side 78
70
Sig. P. Sívertsen: Kristileg festa. Prestaféiagsritis.
huga á andlegum málum nú, en fyrir mannsaldri eða hálfri
öld. Alveg nýlega átti ég tal um þetta við einn vina
minna, lærðan mann í leikmannahóp, sem er lítið eitt eldri
en ég. Hann staðhæfði við mig, að kristilegt og kirkjulegt
líf þjóðarinnar hefði aldrei staðið með slíkum blóma, síðan
hann myndi eftir, eins og nú.
Mér fanst vinur minn staðhæfa fullmikið, og þó kann að
vera, að hann hafi rétt fyrir sér. Samanburður er erfiður, þar
verður svo margs að gæta, ef dæma á rétt. Eg ætla mér
engan dóm að fella í því máli, en einu vil ég halda fram:
það ber meira á fá/mi en festu, hvað sem bak við er. Það
ber meira á leit manna, en á hinu, að þeir hafi fundið fastan
grundvöll að byggja líf sitt á. Þessvegna er svo mikilsvert,
að kristileg kirkja og kirkjunnar menn hætti að deila um
aukaatriði sem aðalatriði væru, og reyni að læra að leggja
áherzlu á aðalatriði, á kjarna kristinnar trúar, á þann hátt,
að þeir geti hjálpað mönnum til að eignast fasta lífsskoðun
og sem mesta festu í lífið sitt, og það án allrar þröngsýni
eða bókstafsþrældóms. Það verður haldbezt til lengdar.
Festa og frelsi þurfa að verða kjörorð kirkju vorrar í
framtíðinni. En á því ríður, að Jesús Kristur verði þar leið-
toginn vor, svo að festan verði kristileg festa og frelsið í
anda hans.