Prestafélagsritið - 01.01.1927, Side 79
Prestafélagsritið.
EFTIR DAUÐANN.
Útdráttur úr bók Sundar Singh.
Synóduserindi 1927.
Eftir séra Friðrik J. Rafnar.
I. Nýlega hefir Sadhu Sundar Singh vakið sérstaka eftir-
tekt með bók, sem hann hefir skrifað og nefnir »Eftir dauð-
ann«. Á ensku heitir bókin »Visions of the spiritual World«,
eða Sýnir frá andaheiminum. Greinir hún frá lífinu eftir
dauðann, eins og það hefir komið honum fyrir sjónir í vitr-
unum og segir hann þar frá andlegri reynslu sinni síðustu
14 árin. Sjálfur ætlaði hann aldrei að skýra opinberlega frá
því, sem honum birtist þannig, en fjölmargir vinir hans lögðu
svo eindregið að honum að gefa út bók um það, svo aðrir
gætu notið góðs af þeirri fræðslu, sem þar væri að finna, að
hann ákvað að síðustu að verða við óskum þeirra. Biskupinn
af Lahore skrifar formála bókarinnar. Telur hann efni hennar
stórkostlega athyglisvert, því hún lyfti fortjaldinu, sem byrgi
okkur útsýnina til hins sanna lífs og gefi dásamlegar skýr-
ingar á mörgu í opinberunum Guðs og boðskap ]esú Krists.
Sjálfur segir Sundar Singh í formála sínum, að fyrir 14
árum hafi það komið fyrir, er hann var á bæn, að augu hans
opnuðust, og hann sá inn í himininn. Það sem hann þá sá,
var svo eðlilegt og lifandi, að hann hélt fyrst að hann væri
dáinn og sál hans væri komin til fulls inn í dýrð himneskr-
ar tilveru. Síðan fær hann slíkar opinberanir öðru hvoru
undir bæn, stundum 8 til 10 sinnum á mánuði, en getur ekki
kallað þær fram sjálfur, þó hann vilji. En í þessu ástandi