Prestafélagsritið - 01.01.1927, Qupperneq 80
72
Friðrik ]. Rafnar:
Prestafélagsritiö.
sér hann hina himnesku tilveru og ferðast um himinsviðin
með Jesú Kristi og talar við anda og engla.
Bókin er svör við spurningum höf. Segir hann frá því, að
englar og útvaldir hafi gefið honum skýr og greinileg svör
við mörgum af þeim atriðum í trúarefnum, sem áður voru
honum áhyggjuefni.
Höf. talar í bók sinni um þrennskonar verur: anda, hina
heilögu og engla. Með andaheitinu á hann við bæði góðar
og illar sálir, sem eftir dauðann lifi í millibilsástandi, en hvorki
í himnaríki né helvíti. Með heitinu »hinir heilögu* á hann
við þá, sem komnir eru yfir þetta millistig og hafa náð æðri
sviðum, og starfa þar að ákveðnu markmiði. Englarnir eru
dýrlegar verur, sem hafa ýms æðri störf með höndum, og
meðal þeirra finnast margir helgir menn bæði frá þessari
jörð og öðrum hnöttum.
Andaheimurinn táknar það svið, sem mannssálin flyzt til,
þegar eftir dauða líkamans. En hann umlykur líka allar þær
andlegar verur, sem eru á þroskastigunum milli dýpsta vítis
og hásætis Guðs, sem býr í ljósinu.
Höf. skiftir bókinni í 9 kafla. Fyrst eru tveir formálar,
sem ég þegar hefi minst á, síðan skiftir hann köflum eftir
þessum efnum: II. Lífið og dauðinn. — III. Hvað fer fram
í dauðanum? — IV. Andaheimurinn. — V. Hjálpin, nú og
síðar. — VI. Dómur óguðlegra. — VII. Ástand réttlátra. —
VIII. Takmark sköpunarverksins. — IX. Niðurlagsorð.
Frá skoðunum Sundar Singh á þessum efnum leyfi ég mér
hér að greina.
II. Það er aðeins til ein lífsuppspretta, Guð, sem með al-
mætti sínu gefur öllum hlutum lífið. Þessi lífsuppspretta gefur
öllu hinu skapaða líf í óteljandi myndum, og einn þátturinn í
þeim þróunarferli er maðurinn, skapaður í mynd Guðs.
Lífið getur breytt um ásigkomulag eða mynd, en það getur
aldrei dáið eða orðið að engu, og þó við köllum þá um-
breytingu, sem fram fer, dauða, þá er dauðinn hvorki endir
Iífsins, né heldur eykur hann það eða dregur úr því. Dauð-