Prestafélagsritið - 01.01.1927, Síða 81
Prestafélagsritiö.
Eftir dauðann.
73
inn er ekkert annað en umbreyting eða flutningur af einu
tilverusviði á annað. Ekkert, sem hverfur okkur sjónum, haettir
að vera til, heldur kemur fram aftur í annari mynd. Guð
hefir aldrei skapað neitt í þeim tilgangi að það yrði síðar
eyðileggingu að bráð. Þessvegna getum við sízt hugsað okkur
að maðurinn, mynd sjálfs Guðs, sé vígður eyðingu og dauða.
En þá komum við að spurningunni: Hvar er maðurinn eftir
dauðann, og í hvaða ástandi er hann þar?
Þeirri spurningu svarar höf., þó hann jafnframt taki fram,
að mörgu af því, sem honum hefir verið birt, verði hann að
sleppa, vegna þess að mælt mál eigi ekki þau hugtök, sem
þurfi til þess að lýsa þeirri dýrð, sem hann hafi séð. Til þess
að forðast misskilning, segir hann því aðeins frá því, sem
búast má við að almenningur skilji. En af því öllum er fyrr
eða síðar áskapað að koma til hins ósýnilega andaheims, er
hverjum og einum mikilvægt að kynna sér hann og lögmál hans.
III. Hvað fer fram í dauðanum? Sundar Singh segist eitt
sinn, meðan hann var á bæn, hafa séð sig umkringdan af
fjölda andavera. Þegar hann var búinn að átta sig, tók hann
að spyrja þá um, hvað færi fram á sjálfri dauðastundinni og
hvernig sálinni liði eftir viðskilnaðinn. Einn af hinum heilögu
svaraði honum:
Það er eins með dauðann eins og svefninn. Dauðastundin
sjálf er þjáningalaus, nema í einstökum líkamlegum sjúkdóms-
tilfelium, eða undir ákveðnu andlegu ástandi. Dauðinn kemur
að manninum eins og svefninn að manni úrvinda af þreytu.
Oft kemur dauðinn svo óvænt að menn eiga bágt með að
átta sig á að þeir séu skildir við efnisheiminn, og skilja fyrst
eftir að þeim hefir verið bent á það, að andlegi líkaminn, sem
þeir bera, er öðru vísi en hinn jarðneski var. Þeir sem þann-
ig deyja óvænt, í svefni eða af slysum, eiga oft mjög bágt
fyrst í stað og verða oft lengur eða skemur að dvelja í
millibilsástandi.
Þeir andar, sem dvelja á lægri sviðunum í öðrum heimi,
reyna oft að hafa skaðleg áhrif á lifandi menn, en geta það