Prestafélagsritið - 01.01.1927, Page 82
74
Friðrik J. Rafnar:
Prestafélagsritiö.
aðeins ef menn á svipuðu þroskastigi opna hug sinn fyrir
þeim. Oðrum en slíkum siðferðilegum jafningjum sínum geta
þeir ekki gert neitt ilt. Að vísu kemur það fyrir, að illir and-
ar fá leyfi Guðs til þess að freista og ofsækja góða menn,
en sú reynsla er þeim jafnan til blessunar (sbr. Job.).
Ennfremur sagði einn af hinum heilögu: Stundum lítur
svo út um þá sem illa hafa lifað, að þeir tapi meðvitundinni
skömmu fyrir dauða sinn. Svo er þó ekki, heldur verða þeir
aðeins höggdofa af ótta. Því þeir sjá umhverfis sig fult af
illum öndum og djöfullegum svipum. Dauði góðra manna er
þvert á móti yndisleg stund, full af sælu, því þeir sjá engla
og framliðna vini koma til að taka á móti sér.
Enn sagði einn af hinum heilögu: Það er starf englanna,
að leiðbeina sálunum út úr heiminum. Venjulega birtist þá
Kristur hverri sál í þeim ljóma, sem stendur í hlutfalli við
þroskastig hinnar nýkomnu sálar. Stundum sækir Kristur sjálf-
ur þjóna sína.
Eins og móðirin býr alt undir komu barnsins í heiminn
við fæðinguna, eins er alt í hinum andlega heimi undirbúið
undir móttöku sálarinnar er hún kemur aftur úr mannheimum.
IV. Andaheimurinn. Einn af hinum heilögu sagði: Allár
mannssálir fara eftir dauðann í andaheiminn, og þar dvelja
þær í myrkri eða ljósi með þeim öndum, sem eru á sama
þroskastigi og þær. Þangað hefir enginn komið í efnislíkama
sínum, nema Kristur og nokkrir helgir menn, en þá hefir
líkami þeirra umbreyzt í dýrðarlíkama. Þó hefir einstaka manni
veizt sú náð að sjá þangað, meðan þeir lifðu, eins og t. d.
Páll segir frá í 2. Kor. 12, 2. en vita þó ekki hvort það var
í líkamanum eða utan líkamans.
Þá var S. S. sýnt, þegar ótölulegur grúi sálna kom til
andaheimsins, í fylgd með góðum og vondum andaverum, eft-
ir þroskastigi hvers og eins. En innan skamms voru þær skild-
ar að, því illir og góðir geta þar ekki búið saman. Líðan
hinna góðu verður ekki með orðum lýst, en hinir vondu flýja
brátt frá ljósinu, því þeim er óþolandi kvöl að koma í ná-