Prestafélagsritið - 01.01.1927, Síða 83
Prestafélagsritið.
Eftir dauðann.
75
munda við það, því þar opinberast öll þeirra verk og hugs-
anir. Þessvegna reyna þeir sífelt að hylja sig í myrkrinu.
Frá dýpsta og myrkasta hluta andaheimsins stígur dökkur
reykur og megn óþefur, en þangað steypa þeir sér til að
flýja ljósið. Þaðan heyrast sífeld óp og vein af ótta og sam-
vizkukvölum þeirra. En hvorki reykurinn sézt né ópin heyr-
ast til sælubústaðanna, nema andaverurnar þar óski sérstak-
lega að sjá það og heyra.
Ekkert getur hugsast fegurra en að sjá hvernig er tekið á
móti börnunum, sem deyja, og þá aðbúð sem þau verða þar
aðnjótandi. Ef mæðrunum sem gráta börn sín látin væri kunn-
ugt um það eins og það er, mundu þær aldrei syrgja börn
sín.
Þýzkur mentamaður kom yfir um. I fjarlægð sá hann strax
dýrð andaheimsins og hann varð stórlega glaður við. En af
vana vildi hann strax skilja hvað alt væri, sem hann sá, og
heilabrotin urðu strax til þess að svifta hann allri gleði yfir
þangaðkomunni. I staðinn fyrir að trúa því að hann sæi og
heyrði veruleika, fór hann strax að deila við sjálfan sig. »Eg
sé þetta alt«, segir hann, »en hvaða sönnur hefi ég fyrir að
alt þetta sé veruleiki, en ekki tálmyndir minnar eigin vitund-
ar. Ég verð að rannsaka þetta alt rökfræðilega, vísindalega
og heimspekilega, að það sé ekki alt ímyndun8.
Einn af englunum sagði við hann: Það er sorglegt að
mennirnir skuli gleyma þessum orðum frelsarans: Nema þér
snúið við og verðið eins og börnin, komist þér alls ekki inn
í himnaríki. (Matth. 18, 3.).
Sem svar við spurningu S. S. um hvað yrði um mann
þennan, sagði engillinn að hann mundi um langt skeið verða
að hafast við í rökkurtilveru, þar sem hann eyddi tímanum í
að reka sig á heimsku sína þangað til hann sæi að sér. Þá
mundu englar, sem hefðu það sérstaka starf, fræða hann svo
hann gæti komist upp á hærri sviðin.
Tilverusviðin í æðri heimi eru óteljandi frá því lægsta til
hins hæsta, alt frá dýpsta myrkri til fullkomins Ijóss. Hver
heimkomin sál fær þar bústað og fræðslu englanna eftir því