Prestafélagsritið - 01.01.1927, Page 84
76
Friðrik ]. Rafnar:
Preslafélagsriliö.
þroskastigi, sem hún er á við komuna þangað. Síðan breytist
það og batnar og birtir, með vaxandi þroska.
V. Hjálpin nú og síðar. Látnir ætíingar og vinir, og stund-
um »hinir heilögu«, koma oft til okkar úr ósýnilegum heimi
til þes;> að hjálpa og vernda. En englarnir eru altaf hjá okk-
ur, og fá leyfi til þess að birtast þegar sérstök hætta er á
ferðum. Þeir hafa áhrif á okkur til ýmislegs góðs með mörgu
móti, sem við ekki skiljum, og slíkum andlegum áhrifum frá
íbúum æðri heima megum við jafnan mikið þakka þann trú-
ar- og siðferðisþroska, sem við öðlumst hér í lífi. Þeir ná til
þess að þroska okkar insta og bezta eðli.
En þrátt fyrir það deyr margur sannleiksleitandi andi í
ýmiskonar misskilningi og röngum trúarskoðunum, bæði kristn-
ir menn og ókristnir. Slíkum sálum er leiðbeint eftir dauðann,
ef þeir taka fræðslu. Ef þær hins vegar ekki vilja taka upp-
lýsingu og vegleiðslu þegar þangað kemur, verður tíminn og
reynslan að kenna þeim. Enginn er neyddur til trúar, viljinn
er altaf frjáls
Eitt sinn kom heiðingi til andaheimsins og fór þar strax
að leita að þeim Guði, sem hann hafði tilbeðið á jörðu. Þá
sagði einn af »hinum heilögu* við hann: Hér er enginn ann-
ar Guð en hinn eini sanni Guð og sá, sem hann hefir opin-
berað sig í, Jesús Kristur. Maðurinn varð undrandi, en af því
að hann leitaði sannleikans í einlægni viðurkendi hann villu
sína og spurði hvort hann gæti fengið að sjá Krist. Skömmu
síðar birtist Kristur honum og fleirum, í daufu ljósi. Annað
hefðu þeir ekki þolað á því þroskastigi. Jafnvel englarnir eiga
örðugt með að horfa á hann í fullri dýrð (sjá Jesaja 6, 2.).
En þegar Kristur birtist tekur hann altaf tillit til þess þroska,
sem sálin stendur á. Hann birtist því í mjög mismunandi
dýrðarljóma.
Eitt sinn kom verkamaður yfir um, maður, sem altaf hafði
hugsað um það eitt að hafa í sig og á, en aldrei haft tíma
til að gefa sig við andlegum efnum. Samhliða honum kom
forhertur afneitari. Báðum var þeim skipað til vistar á neðstu