Prestafélagsritið - 01.01.1927, Blaðsíða 85
Prestafélagsritið.
Eftir dauðann.
77
sviðunum í myrkurheimkynnum. Brátt fóru þeir að hrópa og
biðja um lausn þaðan, og nokkrir englar fóru til þeirra af
meðaumkvun og fræddu þá um, hvað þeir þyrftu að gera til
þess að komast til ljóssins. En þeir skoðuðu þá með tor-
tryggni, og vildu heldur vera þar sem þeir voru. — Um þá
sögðu englarnir, að það yrði að fela þá miskunn Guðs einni,
önnur björg væri þeim ekki sýnileg.
Þeim, sem hér hafa lifað í andstöðu við lögmál Guðs, verð-
ur örðugt að komast í samræmi við eilífðina.
VI. Dómur ógudlegra. Hvernig sem mennirnir leitast við
að dylja hugsanir sínar og gerðir, koma þær þó altaf fram í
dagsljósið síðar, hvort sem um ilt eða gott er að ræða. Og
þá verða menn að bera afleiðingarnar, illar eða góðar, þó
þær sjaldnast komi fram til fulls fyr en í öðru lífi. Var það
lögmál sýnt í ýmsum myndum.
Maður nokkur hafði drýgt svívirðilegt verk í heimahúsum.
Þá sagði einn af »hinum heilögu*: Ef augu þessa manns
hefðu verið opin, hefði hann ekki breytt svona. Meðan hann
syndgaði var hjá honum fjöldi engla og útvaldra ásamt ætt-
ingjum hans, sem voru að reyna að bjarga honum. Nú hljóta
þeir að vitna gegn honum. Hann gat ekki séð þá, en við sá'
um hann öll drýgja verkið.
Sjálfsmorðingi einn, sem lifað hafði versta lífi, en þó átt
mörg tækifæri til afturhvarfs, leið óþolandi kvalir samvizku-
bits og sjálfsásakana. Það var reynt að hjálpa honum, en
það var árangurslaust. í myrkrinu fyrir utan reyndi hann að
hylja sig og flýja þær kvalir, sem ljósið olli honum, í sam-
neyti við jafningja sína.
Maður einn kom yfirum í viðurvist S. S. Hafði hann lifað
hér á jörðu mjög óguðlegu lífi. Þegar englar og góðir andar
komu til að hjálpa honum, tók hann strax að bölva þeim og
hæða þá á þessa leið: Guð er algerlega ranglátur. Hann hef-
ir gert himininn fyrir aðra eins skríðandi þræla eins og ykk-
ur. Öðrum kastar hann í helvíti. Og þó segið þið að hann
sé kærleikur.