Prestafélagsritið - 01.01.1927, Page 88
80
Friðrik ]. Rafnar:
Prestafélagsritið.
englarnir, sem sóttu hann, voru komnir með hann á millistigið,
skildu þeir hann þar eftir ásamt öðrum góðum sálum, því
þeir þurftu að fara að sækja aðra réttláta sál.
Á millistiginu eru margar vistarverur, alt upp að himninum.
Hver sál dvelur þá fyrst þar til fræðslu, sem á við hennar
þroskastig.
Þegar nú englarnir komu til baka með nýkomna sál, fóru
þeir með hana upp á æðra svið, en þar sem presturinn var.
Þegar prestur sá það, sagði hann gramur: »Hver leyfir ykkur
að skilja mig hér eftir á miðri leið, en fara með þessa sál
beint upp í dýrðina. Ég stend hvorki henni né ykkur að
baki í heilagleik.«
Englarnir svöruðu: »Hér er ekki um að ræða hvort mað-
urinn er hár eða lágur, heldur hitt, hvernig lífi hans og trú
er farið. Þú ert ekki þroskaður til þess að komast á æðra
stig, en verður að læra hér það, sem samþjónar þínir kenna
þér. Þegar frelsarinn býður, flytjum við þig lengra.*
Þá sagði presturinn: »Hvað hafið þið að kenna mér. Ég
hefi alt mitt líf kent öðrum leiðina til himna. Ég veit þetta
alt saman.«
Þá sögðu englarnir: »Hroki þinn er þröskuldurinn, sem þú
verður að komast yfir. Auðmýktin er ráðið til þess. Temdu
þér auðmýkt, þá kemst þú ferða þinna. Sálin, sem þú sásí
fara lengra, var hvorki frægur maður né lærður. Hann var
einn af sóknarbörnum þínum. Hann féll í stríðinu, meðan
hann var að hjálpa særðum félaga sínum. En hann var við-
búinn. Hann lifði í auðmýkt og bæn.«
í hinum andlega heimi stoðar hvorki hræsni eða hroki.
Sálarástand og þroski hvers manns liggur þar utan á hverjum
og einum og birtist í allavega litum regnbogageislum í dýr-
legustu litum. Þar birtist Guð í mynd ]esú Krisfs, og út frá
honum streyma sífelt öldur ljóss og kærleika, sem veita lífi
og krafti út um alt.
VIII. Takmark sköpunarverksins. Fyrir skömmu síðan lá
ég á bæn veikur, segir S. S. Kom þá til mín fjöldi engla